Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Næg verkefni bíða myndlistamanna Nýir endurreisnartímar í myndlist eiga sér stað í ýmsum löndum. Uppi hafa verið á þessari öld málarar og myndhöggvarar, sem eflaust verða taldir marka tímamót. Jafnframt hefur aukizt mjög áhugi margra þjóða á myndlist, sem meðal annars liefur komið fram í því, að þjóðfélögin sækjast eftir að hagnýta sér starfskrafta og hæfileika listamanna og fá þeim verkefni, fegrun borga, skreyt- ingu opinberra bygginga o. fl. Við höfum þar nærtækt dæmi frá Norðurlöndum. Danir ltafa t. d. lagt mjög mikla alúð við að fegra Kaupmannahöfn og fleiri bæi, og varið til þess stórfé. Nýjasta stórvirkið er skreyting sundhallarinnar í Fred- riksberg, eftir Vilhelm Lundström. Var því lokið 1938. I Svíþjóð er það lögfest, að ákveðin hundraðstala af byggingarkostnaði allra opinberra bygginga skuli ganga til skreytinga á þeim. Hvergi á Norðurlöndum hefur þó orðið slík endur- reisn í myndlist sem í Noregi. Frá því Edvard Munch gerði sínar frægu skreyt- ingar á hátíðasal háskólans í Osló, árin 1910—1915, hefur varla verið reist opin- ber bygging í Noregi, að minnsta kosti ekki í Osló, án þess fengnir hafi verið til helztu myndlistamenn þjóðarinnar að fegra þær með höggmyndum og mál- verkum. Auk Edvards Munchs hafa Axel Revold, Alf Rolfsen og Per Krogh unnið hvert stórvirkið af öðru í veggskreytingu, og listalíf Norðmanna stóð í nýjum blóma fyrir stríðið. Svo mikill var orðinn áhugi almennings, að hið fyrsta, sem spurt var um, þegar reisa átti opinbera byggingu, var þetta: Hver á að skreyta hana. Þá mætti taka dæmi frá fjarlægari löndum. Mexíkó hefur eignazt málara, sem liafa endurvakið listaáhuga þar í landi, og er þar fyrst og fremst að nefna Diego Rivera, og José Clemente Orozco. Sú hreyfing, er þeir vöktu, barst einnig til Bandaríkjanna, og er það glæsilegt dæmi um skilning þann, sem Roosevelt-stjórnin hafði á listum, að árið 1933 réð hún 5200 myndlistamenn til starfa í þjónustu ríkisins til að fegra útlit borga, reisa myndastyttur og skreyta opinberar byggingar. Islenzkt þjóðfélag er á því stigi, að það metur list einskis, og því dettur ekki í hug að bagnýta sér starfskrafta listamanna sinna. Reykjavík, sem stundum í viðtölum við útlendinga er nefnd fegursta höfuðborg í heimi, er snauðust allra borga að listrænni fegurð, og örlar ekki á áhuga né skilningi á því að prýða bæinn á neina lund. Það kemur varla fyrir, að leitað sé til listamanna, eða hið opinbera gefi þeim kost á verkefnum. Við eigum t. d. nokkra góða myndhöggv- ara. Á einum þeirra, Einari Jónssyni, hefur þjóðin í rauninni haft blindan á- trúnað, og nafn hans er í hávegum haft. Ríkið lét jafnvel reisa hús handa lista- manninum, en upp frá því hefur þess líka verið vandlega gætt, að verk hans sæjust ekki utan veggja þess húss. Listamaðurinn sjálfur, eftir bók þeirri að dæma, sem hann hefttr nýlega látið gefa út eftir sig, er líka auðsjáanlega þeirr- ar skoðunar, að list hans eigi heima innan þröngra múra og vill sjálfur dæma verk sín til eilífrar fangelsisvistar. Annar myndhöggvari, Ásmundur Sveinsson, hefur frábæra hæfileika. Þjóðfélagið hefur þó ekki haft neina ástríðu til að láta starfskrafta hans og listamannshæfileika koma sér að notum. Honum hafa aldrei
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.