Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 21
FRANKLIN D. ROOSEVELT
11
vin. Ejlaust hejur slík tilfinning komið í Ijós víða um heim. Staða
sú, sem Roosevelt skipaði í hjörtum almennings meðal lýðrœðis-
þjóða, var alveg sérstók, og líkast til einsdœmi í sögunni. Sjálfur
var hann ríkur maður, alinn upp við allsnœgtir, án nokkurrar á-
hyggju um framtíð sína eða stöðu. Ættin var vel þekkt, og nærri
því allar brautir lágu opnar fyrir honum. Samt sem áður valdi hann
sér það hlutverk að verða málsvari játœklinga og andstæðingur
auðhringa og peningavalds.
Að svo stöddu er erjitt að dæma um, hvað sagan mun skrá efst í
ævijerli og ajköstum Roosevelts. Sumir munu vajalaust benda á
það, að stejna hans hefði í rauninni bjargað ,kapitalismanum‘ í
Bandaríkjunum, þegar erjiðleikar jyrstu jorsetaára hans eru í minni
hajðir og þœr afleiðingar, sem kynnu að haja fylgt j)eim. Þegar
saga stríðsins er sögð til fulls, þá kemur greinilega í Ijós, hve jar-
sœla stefnu hann tók í utanríkismálum, og hve mikinn þátt hann átti
í sigrinum sjáljum, aðallega með því að sjá fyrr en jlestir samland-
ar hans, hvert stejndi, og að skilja til hlítar þá staðreynd, að Ame-■
ríka gœti aldrei framar jylgt innilokunarstefnu.
Persónulegir eiginleikar Roosevelts jorseta eru alkunnir — hið
blíða, aðlaðandi viðmót, sem sigraði andstœðinga og tryggði gömul
vinabönd, leikni hans sem rœðumanns, er jramar öllum sínum sam-
tíðarmönnum gat svo snilldarlega hagnýtt sér nýja tœkið undraverða
— útvarpið. Ekki getur maður bœtt neinu nýju við þann óteljandi
jjölda lojsyrða, sem hefur birzt um heiminn allan um Roosevelt
jorseta. Einu sinni gafst mér tækijœri að jerðast með öðrum blaða-
mönnum einar jjögur hundruð mílur í sérstakri járnbrautarlest, sem
Roosevelt notaði á jerð um Bandaríkin, og einu sinni sótti ég einn
af hinum frœgu blaðamannajundum, sem hann boðaði til — „White
House press conference“.
Með því að komast í nœrveru Roosevelts sá maður glöggt, hve
mikið þrekvirki hann hajði unnið með því að sigra þann lasleika,
sem þjáði hann, jrá því hann fékk lömunarveikina, fullþroska maður.
Þegar leslin hans stanzaði við járnbrautarstöð, ]>á komu menn með
pall, sem var líkastur landgöngubrú, sem er notuð við skip, og reistu
hann upp við dyr forseta-vagnsins. Beggja megin voru handrið og
lét Roosevelt allan þunga líkamans hvíla á handriðunum, er hann