Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 23
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Minnisgreinar um fornsögur INNGÁNGUR Ég hripaði nýlega niður í vasabók nokkrar minnisgreinar um fornsögur, einkum með stuðníngi við hina almennustu þeirra og víðfrægustu, Brennu- njálssögu, en sá fljótt að efnið var of víðtækt og ég mundi verða að leggja önnur störf á hilluna ef ég ætti að gera því nokkur skil; svo ég flýtti mér að stínga pípunum í sekkinn. Eg sé ekki framá að ég fái tóm til að auka við þessi drög né vinna úr þeim fyrst um sinn, og því muni bók þeirri seinka, sem slík freistíng væri að skrifa. Þessar fátæklegu minnisgreinar mundu vissulega hafa farið í ruslið hefði ekki ritstjóri Tímarits máls og menníngar komist í þær hjá mér og lagt nokkuð fast að mér að fá að prenta þær einsog þær koma fyrir af skepnunni. Og ég hef látið tilleiðast fyrir bænarstað míns góða vinar, þó ég viti að þetta er hvorki heilt né hálft. Aðeins vona ég sérfróðir menn fyrtist ekki við mig eða finnist ég sé að kássast uppá annarra manna jússur; og ef þeim skyldi finnast skáldsagnahöfundur taka eitthvað frá sér með því að ræða fornsögur, þá hefur þó hinn síðarnefndi sér til afsökunar þá skyldu sem honum ber til að vita hið almenna unt flest efni, einnig fornsögur, þarsem af sérmentuðum manni er ekki krafist að hann viti rétt nema um einn hlut, en viðurkenni takmarkanir sínar þarutan. Höfuðafsökun mín fyrir þessum greinum er þó sú, að íslenskur rithöfundur getur ekki lifað án þess að vera síhugsandi um hinar gömlu bækur. Ég vil þó taka það fram, svo einginn haldi mig lángi að villa á mér heim- ildir, að sjálfur hef ég eingar sjálfstæðar rannsóknir gert, hvorki í fornsögum né öðrum efnum. Urn hvert fróðleiksatriði sem finnast kann í þessum greinum er vitnað til vísindamanna sem ég treysti. Reyndar er óvíða drepið á önnur atriði en teljast mega almenns eðlis, kunn hverjum manni sem áhuga hefur á fornum bókmenntum. Ef þessar greinar hafa nokkurt gildi er það af því rit- höfundur dregur ályktanir af hlutum sem almenníngur er vanur að fræðimenn fjalli um einir. Rithöfundur hlýtur að draga dáh'tið aðrar ályktanir en fræði- maður af sömu staðreynd. Ilann ber að efninu úr annarri átt en til dæmis málfræðíng eða sagnfræðíng, spyr annars og fær þessvegna önnur svör; en hann deilir ekki við hina bestu fræðimenn um fróðleiksatriði, heldur er þeirn þakklátur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.