Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 27
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR 17 Brjóst myndarinnar er smelt plata með jafnarma krossi bláum, greyptum hvítum skákrossum. Hornreitirnir eru rauðir á jöSrunum, en eru skreyttir meS krossi, sem er afbrigSi þórshamars. Önnur plata af svipaSri gerS fanst í Ose- bergskipinu, en um notkun hennar er alt ókunnugt. Þessi mynd og verkið á plötunum er einsdæmi í norrænum fornleifum. í þessari einstæðu mynd, þar sem kristilegur kross uppgötvast óhrekjanlega í fórum Skandínava, er tvent mjög til þess fallið að rugla mann og villa, annað búddhastellíngar manns- myndarinnar, sem er næsta ólíklegt að norrænir menn liafi getað sótt til landa einsog þeirra sem þeir áttu samskipti við á 8. öld, enda ber myndin á skjólukilpnum eingan svip af býzantínskri skrautlist og minni en eingan af arabiskri; hitt er liöfuð mannsmyndarinnar, gert eftir reg'lum einfaldrar stílfærðrar náttúrustefnu sem og hendur og fætur, en það er hvorki grískt né arabiskf, og reyndar ekki indverskt heldur. Það virðist vera miðausturlenskt eða jafnvel fjarausturlenskt, kínverskt, í öllu falli það sem við mundum nú á dögum nefna mongólskt. Með öðrum orðum: Asía einsog hún leggur sig er saman komin í þessum skjólukilp úr hjölum norrænnar drotníngar frá lokum 8. aldar, — þó er Múhameð, sem bannaði mannamyndagerð, löglega afsakaður. En hvaðan er þá þessi mynd, sem sameinar kristindóm, búddhatrú, þórshamar og mongóla, óskyld evrópskri skrautlist, en finst á búshlut í Noregi? Um það skal ekkert fullyrt; Gustafson heldur hún sé keltnesk, komin frá írlandi, án þess að benda þó á hliðstæður sem taki af vafa. Sumir fræðimenn hafa bent á líkíngu myndar þessarar við myndir Maja í Júkatan. Erfitt er þó að verjast þeirri ályktun að myndin beri merki heimilislausrar flökkuþjóðar og standi iðnaðarmaður af slíkri þjóð að þessu verki, eftilvill þræll í Noregi; kanski er hún keypt í Miklagarði eða austurvið Kaspíhaf. Um þessar mundir og reyndar laungu fyr geingu Skýþar um einsog gráir kettir í ólíkustu löndum eystra, lagvirkir menn og listrænir, skáld, hestamenn og söðlasmiðir; Hjör- varður Árnason gat þess til í samtali við höfund þessara minnisgreina að kilpurinn væri þeirra verk. Ilef því miður ekki aðgáng að myndum af skýþ- iskri skrautlist til að gera samanburð. Norrænir menn á víkíngaöld höfðu að vísu ekki fremur en á dög- um Gústafs Adolfs eða Karls tólfta bolmagn til að setja sig á lagg- irnar sem stórveldi, og hefur fólksfæð jafnan valdið því; en með skipum sínum, vopnum og ævintýraþrá sköpuðu þeir sér stöðu sem eingin þjóð hafði þá á hnettinum, reyndar í skjóli þess að vestur- evrópisk menníng lá í eyði. Þeir stofnsettu ríki í ýmsum áttum, í Rússlandi, á Ítalíu og Sikiley, á Frakklandi, vesturum Bretlands- eyjar, í Færeyjum, íslandi og Grænlandi. Loks framkvæmdu þeir eitt hið undraverðasta afrek miðaldanna, meðan einángrun og kyr- 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.