Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 31
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR 21 skáldið, sérstakrar virðíngar; margt bendir til að heilir ættflokkar og jafnvel trúflokkar innan norrænnar heiðni hafi um óratíma stundað skáldskapinn sem íþrótt teingda guðadýrkuninni. Svo djúp- um rótum stóð orðsins list í þessari menníngu að skáldskapur þeirra og trú verða ekki aðskilin, og höfuðguð einsog sjálfur Óðinn er skáldskaparguð, sömuleiðis Freyr og aðrir frjósemisguðir, ef ég skil Barða Guðmundsson rétt. Skáldskapur er með norrænum þjóð- um aðalsmerki ágætra manna, íþrótt vammi firð, en ekki talin með hinum sjö listum miðaldanna á Vesturlöndum, trivium og quadri- vium. Grikkinn Priskus, sem sat veislu hjá Atla Húnakonúngi, skýrir svo frá að eftir máltíðina hafi skáld tvö, Skýþar, flutt kvæði um sigra konúngsins, og hafði skáldskapur þessi slík áhrif á menn, eink- um hina eldri, að þeir viknuðu. Um Gelimer síðasta konúng Vand- ala í Afríku, einn hinna norðankomnu villimannahöfðíngja í lok innrásartímanna, segir sagan að þegar hann var ásamt grimmum hersveitum sínum í umsát Rómverja á Papúafjalli 534, og sá fyrir ósigur sinn fullkominn, þá hafi hann gert sendiboða á fund róm- verska hershöfðingjans og beðið þennan fyrirsjáanlega sigurvegara sinn að senda sér hörpu, því hann ætlaði að yrkja ljóð um óham- íngju sína meðan á stæði lokaorustunni, og leika undir sorgarslag, áður hann félli. Einsog hjá þessum viltu kynstofnum, Vandölum og Húnum, er skáldskapurinn meðal Skandinava konúngleg list um- þaðbil sögur hefjast, en lítt tíðkuð eða ekki við hirðir Vestur- evrópu fyr en síðar. Hve lángt aftur orðsins list hefur verið stund- uð á Norðurlöndum verður seint vitað. Skáldskapur einsog Háva- mál og goðakvæðin, sem eru að vísu íslenzkar bókmentir, vitna um gróna hefð að baki sér, lánga menníngarþróun, mannvitsþroska sem stendur djúpum rótum, sum hver meira að segja eftirmæli liðinna menníngartímabila, eða að minnsta kosti nokkurskonar vitni um hnignun þeirra. Um hetjukvæðin er víst að sannfróð- legur, sagnfræðilegur kjarni sumra eru minníngar frá tímum inn- rásanna miklu, „fólksflutníngatímanna“, t. d. Atlakviða um eyðíng Búrgundaríkisins, Borgunda, er Húnar frömdu innanvið miðja fimtu öld, og um dauða Attila nóttina sem hann giftist Ildikó árið 453. Hamðismál og Guðrúnarhvöt sækja jafnvel enn leingra aftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.