Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 39
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR 29 í huga kristin verk frá þrettándu öld, frásagnir sannsögulegra at- burða, einsog Yillehardouin og Joinville, finnunr vér glögt að saga Olafs helga eftir Snorra Sturluson er af alt öðrum heimi, í rauninni alls ekki kristin bók þó frambornar séu í lok hennar jar- tegnasögur dýrlíngsins hráar. Einginn kristinn höfundur nema Snorri hefur á 13. öld né endranær lýst dýrlíngi sem túnguskerara og augnaútkræki, og aðeins trúlítill maður sætir lagi að hafa Krist og kristni í flimtíngum, einsog Snorri gerir í þessari einstæðu dýr- língsævisögu, með orðum Gaukaþóris, Afrafasta, Hræreks; og víð- ar; eða líkja presti til skémanns, sem hann lætur Eirík rauða gera, kallandi Leif hepna hafa með flutníngi slíks manns til Grænlands fyrirgert þeirri verðskuldun er hann ávann sér með björgun skip- reika manna í hafi. Slíkt djúp er staðfest milli íslenskra bókmenta og evrópskra á þessum tíma að skilríkur lesandi hnýtur um kristilega litað orðtak í hinum bestu ritum vorum, og setníng, þó ekki sé nema orð með klerklegum blæ, verkar einsog einhverskonar aðsótt truflandi glys sem á þarna ekki heima, falskur tónn; vér skipum ósjálfrátt þeim verkum íslenskum í lægri floklí sem eru alkristin að hugsun, svo jafnvel snildarverk einsog Sólarljóð hefur ekki öðlast náð fyrir augum vorum líkt því sem hin heiðna Völuspá. Þó ótrúlegt kunni að virðast á þeirri öld þegar ekki er nema ein kenníng þekt í Evrópu, og afvik frá henni, villutrúin, er ægilegastur höfuðglæpa næst myntfölsun, er munur vorra bókmenta og ev- rópskra fyrst og fremst munur á lífsskoðun. Ég á þó ekki við að fram komi í fornritum vorum neinn þessháttar sérskilníngur kenn- ínga, sem stundum gat leitt til átaka innan kristindómsins sjálfs, einsog beguin-hreyfíng, valdensar, alhígensar, ný-maníkismi, og hvað það nú hét altsaman, þaðanafsíður afneitun kristins dóms. Öðru nær, trúarofstæki er ekki til í þessum bókmentum. Aðeins halda vorar bókmentir og kristnar gerólíkan skilníng á mannlífi og mátt- arvöldum, svo ólíkan að hugmyndirnar rekast ekki einusinni á; hér er um að ræða tvær lífsstefnur sem eru hvor annarri svo ó- kunnar, að þær fá aldrei færi á að deila. Það sýnir ákveðið óhæði við kristinn dóm, sem eingum villuflokki kristnum væri til trúandi, að jafnan er talað af ástríðulausri velvild um kirkjuna í fornsög-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.