Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 42
32 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 14 Þrátt fyrir dálítið af óhjákvæmilegri liirðrómantík í Islendínga- sögum, standa hetjur Jieirra ekki í þjónustu þesskonar göfugs kon- úngs, heilags eða hálfheilags, sem vill kristna heiðíngja en drepa þá ella, Jiaðanafsíður guðs, einsog hetjur frönsku sagnkerfanna. Hinsvegar er þeim konúngum sem vilja kristna Íslendínga lýst sem viðsjálsgripum. í okkar fornsögum úir og grúir af sjálfstæðum höfðíngjum sem fara sinna ferða, margir Asatrúar, sumir kristnir eða prímsigndir, aðrir guðlausir á barhariskan hátt, trúandi á mátt sinn og megin; en allir geta tekið sér í munn hið fræga svar Gaungu- hrólfs: „Vér höfum eingan konúng. Vér erum allir jafnir.“ Ef vér skygnumst um í einu höfuðskáldverki óbundins máls frá þrettándu öld, Brennunjálssögu, finnum vér þess ekki dæmi að kristileg grund- vallaratriði, svosem guðleg forsjón og Jivíumlíkt, ráði þar skipun viðhurða, vopnaviðskiptum eða leikslokum. Hvorki víg Gunnars á Hlíðarenda og Höskuldar Hvítanessgoða né aðrir stórviðburðir verksins, allrasíst Njálsbrenna sjálf, leitast með nokkrum hætti við að vera sönnunargagn um guðlega forsjón ellegar stuðla til þess að dýrð guðs mætti verða meiri í tíma og eilífð. Siðgæðisforsagnir í forníslenskum bókmentum hinum upprunalegu virðast ekki hafa neitt „æðra“ markmið, þ. e. trúarlegt, nema ef telja skyldi undir siðgæðisreglu Jrá frómu hugsjón víkínga að mega falla í orustu markaður Óðni til að tryggja sér vist með Einherjum í Valhöllu, — sem vafalaust hefur þó aldrei verið almenn siðgæðisforsögn. Hávamál, sem halda án efa margar almennar siðgæðisforsagnir úr heiðni, miða siðalögmál sitt við það eitt hvað skynsamlegt sé og hag- felt í mannlegu félagi, og eiga í því sammerkt við þroskaða félags- hyggju allra tíma, þarámeðal vorra. í sambandi við brýníngar um hagfelda og skynsamlega hegðun manna í samfélagi sínu er ekki látið örla á neinu eilífðarfyrirheiti að launum, einsog í kristnum dómi, því síður að hagfeld og skynsamleg hegðun manna eigi að þjóna nokkrum guðfræðilegum markmiðum, svosem vera yfirbót fyrir syndir manna gegn guði, kaupa menn undan refsíngum annars heims eða þvíumlíkt. I hefðhundnum evrópiskum skáldbókmentum, bókmentum krist- ins anda, frá elleftu öld og altframá daga Dickens og Jóns Thor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.