Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 54
44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þökunum, stundum að baki turnanna, eru líkneski falin af ótrúlegustu fígúr-
um, oft gerð af mikilli snild, stundum þannig fyrirkomið að einginn sér þau
að drotni undanskildum og smiðum þeim eða múrurum sem kunna að vera
sendir uppum rjáfur og þök til að gera við leka einusinni á hundrað árum;
yfir dyrum getur verið tólffaldur bogi; og sérhvert þakrennuop er gríma með
h'kíng manns, djöfuls eða kvikindis.
Eins má kalla Brennunjálssögu skilgetna systur gotnesku miðaldaborgar-
innar, þar sem allskonar byggíngar verða að lífrænni samstæðu af því líf
samfélagsins og hugsun eru eitt kerfi. Óskyldar byggíngar vaxa hver útúr ann-
arri, samskeyttar með gaungum, brúm, múrum eða riðum, í eðlisbundinni
leit að réttum hlutföllum, innbyrðis samræmi; sama lögmál er ráðandi ekki
aðeins í einni þyrpíngu, heldur heilum bæ, sama skoðun og skilníngur felst
að baki heild sem deili, sameiginlegur hugblær talar úr hverjum boga, hverj-
um vínkli: kaþólisítas.
Sérstök tegund fræðimanna hefur deilt um hvort Brennunjáls-
saga sé í upphafi ein bók eða skeytt saman úr tveim — þrem sjálf-
stæðum sögum. Aðrir hafa haldið því fram, svosem Bááth, að þegar
höfundurinn byrjaði fyrstu setnínguna hafi hann haft þá síðustu
tilhúna, svo gerhugsuð heild sé verkið.
Það sem einkennir þessi samsettu verk miðaldanna, svo í bygg-
íngarlist sem skáldverki, er hið listræna persónuleysi í stað persónu-
legrar listar sem er keppikefli síðari tíma allar götur frá því í End-
urfæðíngunni. Orsök þess, að vér finnitm varla í Brennunjálssögu
yrkisefni sem ekki er áður kunnugt úr innlendum ritum eða erlend-
um eða hvorttveggja, er sem sagt ekki sú að höfundinum hafi
ekkert dottið í hug sjálfum, heldur var það ekki skáldskapur á
þeim tímum að segja það sem manni datt í hug, öldin þekti ekki
andlægan hugsunarhátt, viðurkendi ekki einstaklínginn í vorum
skilníngi. 011 þemu miðaldanna eru ekki aðeins almenn, heldur
einnig almenníngseign og þarafleiðandi þjóðsögur að eðli, hvort
heldur þau eru hetjuleg, trúarleg eða „sagnfræðileg“.
20
Að vísu tekst misvel í Njálu að skeyta saman ýmsa eðlisólíka
hluti. Þó er varla hugsanlegur annar maður en Njáluhöfundur sem
tekist hefði eins vel þessi samteingíngaraflraun. Hann brasar saman
svo mótin sjást ekki sögurnar um Gunnar og Hallgerði annarsvegar,