Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 60
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR framar öðru að sanna með rökum að atburðir þeir sem hann greinir hafi gerst með þeim hætti sem hann vill vera láta. Það er hérumbil sama hvaða atburður er rökstuddur í Njálu, um sennileik er aldrei liirt eftir raunskilníngi vorra tíma, heldur ævinlega valin sú orsök sem best fer í mynd. Eitt af því sem færir Njálu nær hlutrænum veruleik en obbinn af erlendum samtíðarbókmentum kemst, er sú staðreynd að höfuð- atburðir verksins eru allir „náttúrlegir“, en ekki guðfræðilegir, — og þetta veldur því eitt meðal annars, að Njála er heiðíngleg bók á þrettándu öld. Einginn ákvarðandi atburður í verkinu gerist utan hins skilvitlega raunheims, þar koma hvorki fyrir einglar né djöflar, ekki einusinni norraán tröll eða draugar, að nokkrum fyrirburðum undanteknum, flestum kríngum Brjánsbardaga; aldrei ber við í sögunni sjálfri að guðdómspersónur ryðjist framfyrir skjöldu til að raska gángi sögunnar eða draga atburðina á órætt svið. En þó allir höfuðatburðir Njálu séu „náttúrlegir“ má fullyrða að einginn þeirra hefði getað gerst af þeirri orsök sem tilgreind er í verkinu. Orsökin er altaf bundin einhverju sýníngaratriði, ein- hverri stílfærðri mynd. Til dæmis er líklegt, kanski meira að segja sagnfræðilega rétt, að Gunnar á Hlíðarenda hafi verið feldur og barist áður einn við ofurefli. Sömuleiðis er vellíklegt að „Njáls- brenna“ hafi átt sér stað. En hafi þessir atburðir gerst í raun er það eitt víst að þeir hafa ekki gerst með þeim hætti né orsökum sem segir í sögunni. Til þess okkur verði ljóst hve rökstuðníngur þessara atburða er valtur skulum við aðeins hugsa okkur að frá- sögnin af vígi Gunnars og brennu Njáls, ásamt undanfara beggja þessara viðburða einsog hann er rakinn í sögunni, væri skýrsla gefin fyrir rétti útaf þessum atburðum og tildrögum þeirra. Hversu mikið mundi venjulegur rannsóknardómari geta tekið gilt í þessum skýrslum? Hvers virði mundi hann telja sönnunargögnin? Eða vitnin? Virðum ögn nánar fyrir okkur rökstuðníng þessara tveggja höf- uðatburða. í Njálu er það mikil saga hvernig fjöldi manna úr ýmsum sveitum snýst til fjandskapar við Gunnar á Hlíðarenda. Deilurnar leiða til sívaxandi mannvíga uns Gunnar fellur. Það er mjög erfitt að átta sig á um hvað er deilt, orsakirnar eru sóttar i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.