Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 63
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 53 allir dómar um hana meira eða minna útí hött ef þeir eru feldir samkvæmt forsendum náttúrustefnunnar. 24 Því fer þó fjarri að höfundur Brennunjálssögu sé sálarlaus ypp- skrifari, einsog laungum var alrnenn skoðun fræðimanna. Fá ís- lensk skáld voru gjöfulli en sá maður. Hann hefur blásið í yrkisefni sín þeim lífsanda að bestu verk síðari skálda óbundins máls fölna í samanburði við verk hans. Þetta skáld lifir í slíkri hæð að frá þeim stað þar sem hann stendur sjást ekki nema tindar hæstu fjalla í bókmentum heimsins. Ekkert verk geymir viðlíka endurkast af atburðum þrettándu aldar á íslandi. Hvergi er vitund þeirrar aldar um inexorabilia opinberuð í annarri eins hámentun formsins. Enn í dag er orðræðulist höfundarins slík að ekki verður bent á neitt fullkomnara í heimsbókmentunum — vottur þess hve sterk upplifun menskra hluta leynist undir hinu fágaða ytraborði verksins. Þó yrkisefnin séu almenníngsgóss á sama hátt og Troilus og Criseyde var fyrir daga Chaucers, Handet fyrir daga Shakespeares, hefur hann gætt þau lífi aldar sinnar, fegurð, þjáníngu og ægileik ekki síður en þeir höfuðsnillíngar, sem ég nú nefndi, í meðhöndlun sinni á almenningsgóssi. En í stað þess að opna hjarta sitt beygir hann stíl sinn miskunnarlaust undir meinlætafullan sjálfsaga. Og ein- mitt þessvegna verður hið ósagða sterkast í þessu verki. Það hefur færst kreppa yfir þjóðina, kreppa sem var ekki sjálf- skaparvíti, heldur á orsakir sínar í hinni miklu uppgángsöld sem þá er runnin yfir Evrópu og gerir okkur ósamkepnishæfa til að versla og sigla; þjóðarbúskapur okkar hefur dregist saman; við eigum ekki leingur skip; af tveim aðaliðnaðarvörum okkar hefur sala annarrar, vararfeldanna, lagst niður með öllu; og skreið- arverslun er enn ekki hafin; þetta eru niðurstöður rannsókna Jóns Jóhannessonar. Höfðíngjarnir íslensku standa áratugum saman í ófriði hver við annan útaf yfirráðunum yfir landinu. Því stríði lýkur með því að ríkisvaldinu er glutrað í hendur erlendum kon- úngi. Sorgleikir fornsagnanna endurspegla þetta slys. Njáll og synir hans hljóta að tortímast, það er ekkert afl til sem getur hjargað þeim, og þó er sökin ekki þeirra, Á bakvið harmsögur Njálu má sjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.