Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 70
60 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR liði, Eyvind Johnson, segir í fyrirlestri, sem hann flutti fyrir sænska liðsforingja og nefndi „Rithöfundarnir og landvarnir okkar“: Haustið 1939 varð einskonar vakning. Ég ætia þó ekki með þessum orðum að lialda því fram, að sænsku skáldin hafi hallazt í djúpum blundi fram á hörpur sínar og ritvélar — en það varð þó breyting.- Beztu 1 jóðskáld okkar stóðu allt í einu á verði, alhúin að verja menn- ingarverðmæti okkar með sínum vopnum, verðmæti frelsis og réttar. -------I leikrita- og skáldsagnagerð varð hins sama vart.---- Það kom á daginn, að sænsku skáldin voru vakandi, reiðubúin, jafn- vel vígreif. Hinar andlegu landvarnir voru komnar í framkvæmd, leyni- legt herútboð hafði farið fram. Áhuginn á hinu sálfræðilega og félags- lega hvarf ekki, en ættjarðarástin kom nú skýrar í ljós en áður. Menn fundu, að nú var land þeirra og lífsskoðanir í hættu. Þannig var brjóstfylking sænskra skálda í stórum dráttum. Það var svo eðlilegt, að hún væri þar. En auðvitað átti hún sína sögu. Hún hafði ekki orðið til úr engu. Eyvind Johnson segir sjálfur: „----------það væri skakkt að álykta, að fulltrúar sænskra bók- mennta hefðu breytt eða hefðu getað breytt fyrri skáldeinkennum sínum á örlagastund. Ég man ekki eftir einum einasta, sem skyndi- lega fleygði af sér persónukuflinum, bretti upp ermarnar, spýtti í lófana og hrópaði: Nú skal kveða landvarnarljóð!“ Hið sanna skáld vinnur ekki eftir pöntun. Verk hans skapast af innri nauðsyn og hljóta að eiga djúpar rætur í hans eigin persónu. Ef leiðtogar hinna andlegu landvarna okkar eru skyggndir nánar, kemur fljótt í ljós, að fortíð þeirra hefur skipað þeim þar á vörð, sem þeir standa nú. Allur fyrri skáldskapur þeirra hefur lagt grund- völlinn að þeirri framvarðarstöðu, sem þeir hafa tekið sér í hinni þjóðlegu vakningu síðustu ára. Hið ofan sagða á fremur við Par Lagerkvist en nokkurn annan. Viðfangsefnin í skáldskap hans hafa alltaf verið djúp og mikilvæg: lífið, dauðinn, hlutskipti mannanna. Hann hefur alltaf verið maður hinnar andlegu baráttu. Honum hefur fundizt hann vera varðmaður á þeim landamærum, þar sem mannkyninu stendur ógn af dimmum og hættulegum öflum. Pár Lagerkvist hefur brugðið upp geysimyrk- um myndum úr mannlegu lífi. Hann hefur aldrei skirrzt við að af- lijúpa alla eymd þess. En einmitt þannig kemur manneskjan sjálf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.