Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 70
60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
liði, Eyvind Johnson, segir í fyrirlestri, sem hann flutti fyrir sænska
liðsforingja og nefndi „Rithöfundarnir og landvarnir okkar“:
Haustið 1939 varð einskonar vakning. Ég ætia þó ekki með þessum
orðum að lialda því fram, að sænsku skáldin hafi hallazt í djúpum
blundi fram á hörpur sínar og ritvélar — en það varð þó breyting.-
Beztu 1 jóðskáld okkar stóðu allt í einu á verði, alhúin að verja menn-
ingarverðmæti okkar með sínum vopnum, verðmæti frelsis og réttar.
-------I leikrita- og skáldsagnagerð varð hins sama vart.----
Það kom á daginn, að sænsku skáldin voru vakandi, reiðubúin, jafn-
vel vígreif. Hinar andlegu landvarnir voru komnar í framkvæmd, leyni-
legt herútboð hafði farið fram. Áhuginn á hinu sálfræðilega og félags-
lega hvarf ekki, en ættjarðarástin kom nú skýrar í ljós en áður. Menn
fundu, að nú var land þeirra og lífsskoðanir í hættu.
Þannig var brjóstfylking sænskra skálda í stórum dráttum. Það
var svo eðlilegt, að hún væri þar. En auðvitað átti hún sína sögu.
Hún hafði ekki orðið til úr engu. Eyvind Johnson segir sjálfur:
„----------það væri skakkt að álykta, að fulltrúar sænskra bók-
mennta hefðu breytt eða hefðu getað breytt fyrri skáldeinkennum
sínum á örlagastund. Ég man ekki eftir einum einasta, sem skyndi-
lega fleygði af sér persónukuflinum, bretti upp ermarnar, spýtti í
lófana og hrópaði: Nú skal kveða landvarnarljóð!“
Hið sanna skáld vinnur ekki eftir pöntun. Verk hans skapast af
innri nauðsyn og hljóta að eiga djúpar rætur í hans eigin persónu.
Ef leiðtogar hinna andlegu landvarna okkar eru skyggndir nánar,
kemur fljótt í ljós, að fortíð þeirra hefur skipað þeim þar á vörð,
sem þeir standa nú. Allur fyrri skáldskapur þeirra hefur lagt grund-
völlinn að þeirri framvarðarstöðu, sem þeir hafa tekið sér í hinni
þjóðlegu vakningu síðustu ára.
Hið ofan sagða á fremur við Par Lagerkvist en nokkurn annan.
Viðfangsefnin í skáldskap hans hafa alltaf verið djúp og mikilvæg:
lífið, dauðinn, hlutskipti mannanna. Hann hefur alltaf verið maður
hinnar andlegu baráttu. Honum hefur fundizt hann vera varðmaður
á þeim landamærum, þar sem mannkyninu stendur ógn af dimmum
og hættulegum öflum. Pár Lagerkvist hefur brugðið upp geysimyrk-
um myndum úr mannlegu lífi. Hann hefur aldrei skirrzt við að af-
lijúpa alla eymd þess. En einmitt þannig kemur manneskjan sjálf