Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 91
ROMAIN ROLLANI)
81
ingarinnar segja svo: „Mannssálin getur ekki þriíizt ástlaus“. Það
gat Romain Rolland ekki heldur. Hann hefur sagt svo um sjálfan
sig, að í æsku hafi hann tignað sannleikann um alla hluti fram,
seinna tók hann mikilmennskuna þar fram yfir, en svo lukust augu
hans alveg upp, og þá skildist honum, að hann unni mönnunum
meira en sannleika og stórmennsku. Og þessi vitneskja kom honum
á leið að réttu marki.
Rolland hafði í æsku heyrt frönsku stórskáldin Daudet, Con-
court og þó að undarlegt megi virðast, Zola, mæla þau ónytjuorð,
að- stríð og friður og stjórnmáladeilur kæmi þeim ekki við. Það,
sem þá varðaði og það, sem þeim bæri skylda til að rækja, væri
list þeirra. Og þó að ranglæti það, sem Gyðingurinn Dreyfus varð
fyrir, snerti þá sem snöggvast, luktust þeir aftur inni í bókmennta-
grúski sínu og gáfu afturhaldsmönnunum Maurras og Barras leik-
inn. Það var því engin furða, þó að Rolland yrði sjálfur áttavilltur
um tíma og þá fann hann sér óvistlegt stundarhæli fyrir kveljandi
efasemdum í hugmyndakerfi Tolstoys.
Hve innilega fyrirleit hann þá menntamenn, sem ekki þorðu að
standa við orð sín, sem drógu sig í hlé frá hinni beisku baráttu
stéttanna af eintómri vesalmennsku og eigingirni, og hlutu svo ein-
mitt þess vegna það, sem þeir ætluðu að varast. Hve vægðarlaust
dregur hann sundur í háði persónur sínar Davy og Bruno Chiar-
enza í L’áme enchantée. Báðir eru menn þessir athugulir og greind-
ir, en þó bregðast þeir. Þeir draga sig í hlé. Vissulega er þeim ljóst,
hvert stefnir, en þeim er svo afar annt um það, sem þeir kalla
„sitt eigið“ og „hið andlega sjálfstæði" sitt. Og svo tekst þeim að
glutra út úr höndum sér þessum dýrgripum, einmitt með því að
bera þá eins og lífið í lúkum sér.
Rolland er ekki myrkur í máli við menntamennina. Hann mælir
svo: „Þetta er mergurinn málsins: allar hugsanir, sem ekki koma
fram í verki, eru örverpi og óburður. Ef við höfum tekizt á hendur
að ganga í þjónustu hugsunarinnar, verðum við líka að gangast
framkvæmdinni á hönd. Og nú skulu allir þeir forystumenn andans,
sem það nafn eiga skilið, sverjast í fóstbræðralag við þá menn, sem
eru fulltrúar framkvæmdanna, verkamennina."
Fríða Einars þýddi.
6