Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 100
90 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR upp í eldgosum, flætt yfir hið forna yfirborð landsins og storknað þar á sama hátt og hraun gera enn á vorum dögum. Hvert lag, þ. e. hvert hamrabelti, er myndað í einu eldgosi, en við margendurtekin gos lagðist hvert hraunlagið á annað ofan, og basaltspildur hlóðust upp. Þær urðu geysistórar og mörg hundruð, jafnvel nokkrar þús- undir metra á þykkt. Hraunin hljóta að hafa runnið á flatlendi og breiðzt yfir stór svæði, því að víða má rekja hamrabeltin óslitin, svo að mörgum kílómetrum skiptir. Auðvitað er hvert hraunlag yngra en það, sem undir því liggur, og eldra en það, sem hvílir á því. Hvert millilag hefur myndazt á því tímabili, sem leið frá því, er hraunlagið undir því storknaði, þangað til það grófst undir nýju hraunflóði. 011 myndunin hlýtur að hafa tekið mörg hundruð þús- unda áf árum, eða öllu heldur milljónir. Ekki er þó allt blágrýtið í fjöllum þessum hraun. Nokkuð af því hefur storknað neðanjarðar, eftir að basaltspildan hafði hlaðizt upp. Magmað, eða eldkvikan, sem myndaði þessar storkur, hefur ekki komizt alla leið upp á yfirborð jarðar, heldur dagað uppi og storknað í sprungum í jarðskorpunni. Margar af sprungum þessum hafa að líkindum verið gossprungur, sem hraun hafa runnið frá, en er gosunum slotaði, storknaði magmað, sem eftir var í sprung- unum, og varð að geysimiklum storkuhellum, sem standa á rönd og skera um þvert bæði hraunlögin og millilög þeirra. Þessar mynd- anir eru nú kallaðar gangar. Bergtegund flestra þeirra er blágrýti likt og í hraununum, en bergið er yfirleitt samfelldara, aldrei- frauð- kennt, og stuðlarnir í því liggja láréttir. Bezt koma gangarnir fram þar, sem þeir skera millilögin, því að þáu eru úr meyrara efni, og skaga gangarnir þar fram úr hlíðunum eins og snasir eða garðar. Þar sem gangar liggja út í sjó, mynda þeir bryggjur og hleinar, séu þeir harðari en bergið í kring, en gjögur og hella, ef þeir eru meyrari. — Svo ber einnig við, að blágrýtiskvikan fleygast í lárétta stefnu inn á milli berglaganna, sem fyrir eru, og storknar þar. Slík lög eru kölluð innskotslög eða laggangar. Þau likjast mjög hraun- lögunum, og er oft erfitt að ganga úr skugga um, hvort einstök hamrabelti í fjallshlíðum eru lieldur hraunlög eða laggangar. Allvíða hefur hin glóheita bergkvika gert miklu stórfelldari inn- rásir upp í blágrýtisspildurnar neðan úr djúpinu og storknað í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.