Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 102
92 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR samtímis því, er jarðlagið myndaðist, og geymast í því. Þessar leif- ar sýna, að lífverur jarðarinnar hafa tekið miklum breytingum frá einu jarðsögutímabili til annars. En ekki var sú breyting í stökk- um, heldur með hægfara þróun. Hver dýrategundin þróaðist fram af annarri. Dæmi eru til þess, að fylgja má þróun einstakra ætta nærri því óslitið stig af stigi. Verða dýrin þeim mun líkari núlif- andi dýrategundum, sem ofar kemur í jarðlögin, þ. e., því yngri sem þau jarðlög eru, er leifarnar hafa að geyma. Líkt er um gróð- urleifarnar. En saga jurtaríkisins er miklu miður þekkt en saga dýr- anna, og því eru gróðurleifar miklu lakari heimildir um aldur jarð- laga en dýraleifar. Nú er alls ekki því láni að fagna, að steingerv- ingar finnist í öllum jarðmyndunum, og er ísland einmitt óvenju- lega illa sett í þeim efnum. Þegar ákveða skal aldur steingervinga- lausra jarðmyndana, er varla um aðrar leiðir að ræða en rekja afstöðu þeirra til annarra myndana með betur þekktum aldri, grafast fyrir um, hvort þær liggi undir þeim eða yfir — séu eldri eða yngri. Með þessu móti má oft komast á snoðir um, á hvaða tímabili mynd- unin hefur farið fram. Hverju tímabili jarðsögunnar hefur verið gefið nafn, og verður hver jarðfræðinemi að læra þau í þulu í réttri röð, á sama hátt og. börn læra dagatalið eða mánaðatalið. Hér verður ekki hjá því komizt að nefna þrjú nöfn. Það tímabil, sem nú stendur, heitir kvartertímabiliS, á undan því var tertíertímabilið og þar áður krítartíminn. Þar sem um upphaf íslands er að ræða, kemur eink- um tertíertímabilið hér við sögu. Frá lokum þess er liðin eitthvað nálægt því hálf til heil. milljón ára, en frá upphafi þess um 60 milljónir, eftir því sem næst verður komizt. í blágrýtisundirstöðu íslands hafa því miður ekki fundizt neinir dýrasteingervingar, sem aldur hennar verði af ráðinn. Að undan- skildum nokkrum skordýrahömum eru plöntuleifar einu steingerv- ingarnir, sem nokkuð er á að græða. En eins og fyrr var getið, eru þær miklu lakari heimildir um aldur en dýraleifarnar. í sjálfri blá- grýtisstorkunni er þess auðvitað ekki að vænta, að finnist lífrænar leifar, enda eru gróðurleifarnar einskorðaðar við millilögin á milli hinna storknu hraunflóða. Eins og áður var getið, hefur hvert milli- lag orðið til á tímanum, sem leið frá því, er hraunlagið undir því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.