Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 102
92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
samtímis því, er jarðlagið myndaðist, og geymast í því. Þessar leif-
ar sýna, að lífverur jarðarinnar hafa tekið miklum breytingum frá
einu jarðsögutímabili til annars. En ekki var sú breyting í stökk-
um, heldur með hægfara þróun. Hver dýrategundin þróaðist fram
af annarri. Dæmi eru til þess, að fylgja má þróun einstakra ætta
nærri því óslitið stig af stigi. Verða dýrin þeim mun líkari núlif-
andi dýrategundum, sem ofar kemur í jarðlögin, þ. e., því yngri
sem þau jarðlög eru, er leifarnar hafa að geyma. Líkt er um gróð-
urleifarnar. En saga jurtaríkisins er miklu miður þekkt en saga dýr-
anna, og því eru gróðurleifar miklu lakari heimildir um aldur jarð-
laga en dýraleifar. Nú er alls ekki því láni að fagna, að steingerv-
ingar finnist í öllum jarðmyndunum, og er ísland einmitt óvenju-
lega illa sett í þeim efnum. Þegar ákveða skal aldur steingervinga-
lausra jarðmyndana, er varla um aðrar leiðir að ræða en rekja
afstöðu þeirra til annarra myndana með betur þekktum aldri, grafast
fyrir um, hvort þær liggi undir þeim eða yfir — séu eldri eða yngri.
Með þessu móti má oft komast á snoðir um, á hvaða tímabili mynd-
unin hefur farið fram.
Hverju tímabili jarðsögunnar hefur verið gefið nafn, og verður
hver jarðfræðinemi að læra þau í þulu í réttri röð, á sama hátt og.
börn læra dagatalið eða mánaðatalið. Hér verður ekki hjá því
komizt að nefna þrjú nöfn. Það tímabil, sem nú stendur, heitir
kvartertímabiliS, á undan því var tertíertímabilið og þar áður
krítartíminn. Þar sem um upphaf íslands er að ræða, kemur eink-
um tertíertímabilið hér við sögu. Frá lokum þess er liðin eitthvað
nálægt því hálf til heil. milljón ára, en frá upphafi þess um 60
milljónir, eftir því sem næst verður komizt.
í blágrýtisundirstöðu íslands hafa því miður ekki fundizt neinir
dýrasteingervingar, sem aldur hennar verði af ráðinn. Að undan-
skildum nokkrum skordýrahömum eru plöntuleifar einu steingerv-
ingarnir, sem nokkuð er á að græða. En eins og fyrr var getið, eru
þær miklu lakari heimildir um aldur en dýraleifarnar. í sjálfri blá-
grýtisstorkunni er þess auðvitað ekki að vænta, að finnist lífrænar
leifar, enda eru gróðurleifarnar einskorðaðar við millilögin á milli
hinna storknu hraunflóða. Eins og áður var getið, hefur hvert milli-
lag orðið til á tímanum, sem leið frá því, er hraunlagið undir því