Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 117
ÉG HEF GLEYMT EINHVERJU NIÐRI
107
stigi niður af veggnum til mín, eða dyrnar opnist. Það sem gerist
er hitt, að ég átta mig á því að hafa sagt: Ég er einn.
Glugginn á herbergi mínu er á vinstri hönd, og nú segi ég við
sjálfan mig: Gakktu út að glugganum, þú ert að verða brjálaður,
opnaðu gluggann og láttu svalt næturloftið streyma um þig.
Og svo stóð ég upp og gekk út að glugganum, og ég opnaði hann
og leit út í myrkrið, þétt og óhugnanlegt, og fyrir neðan mig brá
birtu út á götuna frá leikfangaverzlun, sem var niðri í húsinu, sem
ég bjó í. Og ég leit niður, og um leið hreyfði sig maður fyrir neðan
mig og leit eitthvað út í myrkrið. En mér verður á að líta í sömu
átt og maðurinn, og þá er eitthvað, sem kemur þarna eftir vegin-
um, dökkt og óhugnanlegt, nálgast í rólegheitum þarna úti í myrkr-
inu. Þáð kemur inn í birtuna frá leikfangaverzluninni, það kemur
smám saman út úr myrkrinu, og þetta er skrautlegur vagn, og á
vagninum er líkkista, en á eftir þessu gengur hópur af svartklædd-
um manneskjum og drúpa höfðum, og þetta mjakast áfram fyrir
neðan gluggann minn.
Með leyfi að spyrja, hvers konar uppátæki er nú þetta?
Er farið að jarða að næturlagi, í myrkri?
Og hvað er maðurinn að gera þarna fyrir neðan gluggann minn?
Hann er að taka ofan húfuna.
Hann gerir meira.
Hann eltir líkfylgdina.
Þá fannst mér, hvernig sem á því stóð, að ég þyrfti endilega að
vita, hvað úr þessu yrði. Og ég smellti aftur glugganum og hrökk
í kút, þegar ég heyrði smellinn. En síðan stökk ég að borðinu and-
spænis dyrunum, þar sem hékk mynd af stúlku, greip blýant og
páraði nokkur orð á miða og hengdi hann svo á nagla í þilinu til
þess að konan, sem færði mér kaffi á morgnana, yrði ekki gripin
ótta, ef ég skyldi vera lengi í burtu.
Síðan þaut ég af stað út í myrkrið á götunni, hljóp við fót með-
fram húsunum og var ekki búinn að fara fram hjá mörgum húsum,
þegar ég sá hinn óhuganlega litla hóp á undan mér, og manninn,
þar sem hann gekk á eftir svo lítið bar á og hafði sett upp húfuna
og gekk þarna bara með hendur í vösum.
Þannig göngum við áfram þungt og seinlega í áttina til hafnar-