Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 126
116 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kvæðum gætir mikillar vantrúar á göfgi nútímamannsins, þrátt fyrir alla gyll- inguna, og þar bregður fyrir bitru háði. Yms önnur kvæðanna fjalla og að meira eða minna leyti um hið hrjáða og stríðandi mannkyn. Má þar nefna til dæmis Föstusálm, I vor og ÆttjörS, en hið síðastnefnda finnst mér bezt kvæða hans af þessu tagi. Áður hefur verið minnzt á, að Guðmundur Böðvarsson sé að eðlisfari lyriskt skáld, þú að hann hafi í þessari bók sinni valið sér að meiri hluta yrkisefni, sem hæfðu Ijúfu og léttu máli hans og stíl misjafnlega vel. Ekkert þessara kvæða er jafn sérkennilegt og persónulegt og kvæðið, sem hann kvað við hverfisteininn forðum daga, og það er kannski af því, að yrkisefnin eru helzt til langt sótt. En þetta kvæði benti ótvírætt í þá átt, að hann væri ágætlega hlutgengur í áróðurs- eða baráttukvæðagerð. Eg get ekki lokið þessum línum svo að minnast ekki á lítið kvæði, sem skáldið nefnir Sjávarhamra. Það er lítil ljóðræn perla, jafngóð þvf bezta, sem ég minnist að hafa séð af þess háttar Ijóðum, og þó margt sé að vísu af góðum kvæðum í bókinni, finnst mér þetta litla kvæði bæta miklu við gildi hennar. Andrés Björnsson. Nýstárleg ljóS Snorri Hjartarson: KVÆÐI. Bókaútgáfan Ileimskringla. Reykjavík, 1944. Það er engin nýlunda, að út séu gefnar ljóðabækur eftir lítt þekkt skáld á íslandi, en hitt er óalgengt, að þessi nýju skáld komi lesendum mjög á óvart, að þau séu frumleg og djörf og hafi fundið eigin götur til að ganga, þegar fyrstu ljóð þeirra eru gefin út. Undanfarin ár hafa nálega öll íslenzk skáld lagt eyrun fast eftir drunum heimsófriðarins og stillt eftir þeim hörpur sínar með góðum eða lélegum ár- angri eftir því sem á er litið. Það er svo sjaldgæft að hitta fyrir skáld, sem er algjörlega sjálfs sín, að maður stendur í fyrstu agndofa og finnst stoðunum kippt undan trú sinni og lífsskoðun, en þetta var þá bara trú á stríðið, og von- andi má hún missa sig. Ég má hrelldur játa, að svona fór mér, þegar ég byrjaði að blaða í kvæðum Snorra Iljartarsonar. Það leið á talsvert löngu, áður en ég gat fyrirgefið mann- inunt að yrkja þessi innhverfu ljóð, yrkja um heiminn inni í sjálfum sér án þess að gera minnstu tilraun til að koma þar að „deginum og veginum“, sem kallað er, stríðinu, sem allir eru svo niðursokknir í, að þeir gæta einskis ann- ars. Þó ekki kæmi annað til en þessi gleymska skáldsins, er Ijóðabók hans eitt hið merkasta, sem hér hefur verið gefið út frá því er stríðið tók að verka á sálir fólks fyrir alvöru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.