Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 134
124
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ingur skrifar af ótæmandi þekkingu á sinn sérkennilega og skemmtilega hátt.
Fjöldi teikninga eftir höfundinn skýra textann og skreyta bókina. 680 bls.
Verð kr. 39.50.
Sir JV. S. Maxwell: Stories oj ihe Spanish Artists until Goya (Tudor 1938).
Ævisögur fimmtán frægustu málara Spánar frá Morales og EI Greco til Murillo
og Goya ásamt mati á verkum þeirra. Með 30 myndum af listaverkum málar-
anna. 309 bls. Verð kr. 14.90.
John Dewey: Art as Experience (Minton, Balch 1934). Frægasti núlifandi
heimspekingur Ameríku skýrir í þessu seinasta stórverki sínu ýmsa þætti lista
og afstöðu þeirra til mannlífsins. Hann ræðir sérkenni hverrar listgreinar og
hvaða einkenni þeim eru sameiginleg. Áhrif framleiðsluhátta og þjóðskipulags
á listir og listmat eru athuguð í bókinni. Ilöfundur hafnar allri viðleitni til
að einangra fagurfræði frá öðrum viðfangsefnum mannlegs lífs. 355 bls. Verð
kr. 40.00.
Thðmas Craven: Modern Art (Simon and Schuster 1940). Æviferill Van
Goghs, Gauguins, Picassos, Matisses, Rivieras, Grosz o. fl. rakinn og verk
þeirra gagnrýnd. Höfundur telur aðskilnað lífs og listar á síðari árum hinn
mesta ófarnað, en þykist þó sjá bjarma fyrir nýjum degi, einkum í Ameríku.
Er hann all óvæginn í dómum sínum, ef því er að skipta. I bókinni eru 33
myndir af verkum nútíma málara. 387 bls. Verð kr. 20.00.
Sami: Men oj Art (Simon and Schuster 1940). Saga listamanna og lista-
stefna frá Giotto til Cézanne, frá Siena skólanum til kúbisma. Fjörlega skrifuð
bók um merkilegt efni. 524 bls. + 32 bls. myndir. Verð kr. 20.00.
Monroe Wheeter: Modern Painters and Sculptors as Illustrators (Museum
of Modern Art 1938). Safn mynda og skreytinga eftir nútíma listamenn í ýmis
frægustu verk heimsbókmenntanna. 116 bls. Verð kr. 15.00.
IIAGNÝT EFNI
J. Harold Hawkins: Your Ilouse (Barrows 1943). Leiðarvísir um viðhald
húsa úti og inni, miðstöðva, rafleiðsla og annars, sem húsum viðkemur. Með
fjölda mynda. 224 bls. Verð kr. 25.00.
Emily Post: The Personality oj a House (Funk & Wagnalls 1939). Leið-
beiningar um, hvernig gera eigi hús að heimili. Ráðleggingar um litaval og
húsgagnaskipun í öllum herbergjum venjulegra fbúða, ræktun skrautgarða við
hús o. fl. Frú Post er viðurkennd mest smekkmanneskja í Ameríku um allt,
er að híbýlaprýði lýtur. 547 bls. Verð kr. 40.00.
Dorothy Draper: Decorating is Fun (Daubleday Doran 1939). Ráðleggingar
um innanhússkreytingu, sérstaklega ætlaðar nýgiftu fólki, eftir sérfræðing í
þeim efnum. Ilöfundur gerir sér far um að hafa ráðleggingar sínar þannig, að
hafa megi þeirra not, hvort sem fólk býr í einu herbergi eða stórum íbúðum.
244 bls. Verð kr. 27.90.