Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 136
Rödd frá Norðurlöndum Svíinn Sven B. F. Jansson, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, síðan hann var lektor í sænsku hér við háskólann, varði hinn 13. desember síðastliðinn doktorsritgerð í norrænu við háskólann í Stokkhólmi. Jansson hafði valið sér ritgerðarefni úr íslenzkum fornbókmenntum; samanburð á handritunum að Eiríks sögu rauða. Ritgerðin, sem var tileinkuð Norrænudeild Háskóla Islands, fékk mjög góða dóma og hlaut Jansson fyrir hana dósents- nafnbót nú í febrúar. I tilefni af dósentsútnefningunni birti Svenska Dagbla- det í Stokkhólmi (aðalmálgagn sænskra hægri manna) viðtal við Jansson, sem á stríðsárunum hefur verið einn af virkustu starfskröftum innan sænsku deildar Norræna félagsins og ritari Sænsk-íslenzka félagsins (Samfundet Sverige-Is- land). Blaðið minnir fyrst á hin auknu verzlunarsambönd milli Islands og ■Svíjijóðar, sem nú séu í vændum, og spyr síðan, hvernig það sé með menn- ingarsamböndin milli þessara landa. „Það vantar mikið á, að þau séu sem skyldi," svarar nýi dósentinn í norrænu við Stockholms högskola, dr. Sven B. F. Jansson. „Ilugsið yður t. d. smáatriði eins og það, að þegar við í haust ætluðum, með aðstoð íslenzks barnaskóla- kennara, að fara að kenna nýíslenzku við Stockholms högskola, urðum við að notast við kennslubók handa færeyskum unglingum, því að betra bókakosti var ekki völ á. Beinum skipasamgöngum fylgja aukin verzlunar- og menningarsambönd og nú verðum við Svíar að taka þessum málum traustu taki og sýna, að okkur er alvara með fagurmælum okkar um, að Island sé ómissandi hlekkur í hinni norrænu frændþjóðakeðju. Því að ísland er, eins og varla ætti að þurfa að taka fram, málfræðilega og málsögulega séð sjálfur kjarni hinnar norrænu menningar. íslendingar hafa sjálfir sýnt brennandi áhuga íyrir norrænni sam- vinnu, ekki sízt samvinnu við Svíþjóð. Það erum við, sem erum hér eftirbátar. Raunar höfum við í áratug haft sænskt lektorsembætti í Reykjavík. En það er brýn nauðsyn, að hér verði stofnað samsvarandi lektorsembætti, nfl. í íslenzku, sem gæti t. d. verið tengt Stockholms högskola. I sambandi við það þyrfti að efna til íslenzks bókasafns, sem m. a. fengi bæði íslenzk dagblöð og tímarit. Til að bæta að einhverju leyti úr skorti íslenzks lesmáls fyrir íslenzkukennslu höfum við dósent Gunnar Leijström tekið saman úrval nýíslenzkra leskafla í óbundnu máli. En umsóknum Norræna félagsins og Sænsk-íslenzka félagsins um ríkisstyrk til útgáfu þessara leskafla hefur enn ekki verið sinnt. Ennþá þýðingarmeira mun þó, að þýddar verði á sænsku nýíslenzkar bækur, svo að augu sænsks almennings fái opnazt fyrir því, hversu ágæta rithöfunda Island á nú sem stendur. Til dæmis afburðarithöfundurinn Halldór Kiljan Laxness, nú um 43 ára að aldri, sem á þann stílþrótt og hjartahlýja kýnmi, að hann verður að minni hyggju án nokkurs vafa talinn verðugur Nóbels- verðlauna undir eins og menn kynnast ritum hans.. Það færi vel á því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.