Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 136
Rödd frá Norðurlöndum
Svíinn Sven B. F. Jansson, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur,
síðan hann var lektor í sænsku hér við háskólann, varði hinn 13. desember
síðastliðinn doktorsritgerð í norrænu við háskólann í Stokkhólmi. Jansson
hafði valið sér ritgerðarefni úr íslenzkum fornbókmenntum; samanburð á
handritunum að Eiríks sögu rauða. Ritgerðin, sem var tileinkuð Norrænudeild
Háskóla Islands, fékk mjög góða dóma og hlaut Jansson fyrir hana dósents-
nafnbót nú í febrúar. I tilefni af dósentsútnefningunni birti Svenska Dagbla-
det í Stokkhólmi (aðalmálgagn sænskra hægri manna) viðtal við Jansson, sem
á stríðsárunum hefur verið einn af virkustu starfskröftum innan sænsku deildar
Norræna félagsins og ritari Sænsk-íslenzka félagsins (Samfundet Sverige-Is-
land). Blaðið minnir fyrst á hin auknu verzlunarsambönd milli Islands og
■Svíjijóðar, sem nú séu í vændum, og spyr síðan, hvernig það sé með menn-
ingarsamböndin milli þessara landa.
„Það vantar mikið á, að þau séu sem skyldi," svarar nýi dósentinn í norrænu
við Stockholms högskola, dr. Sven B. F. Jansson. „Ilugsið yður t. d. smáatriði
eins og það, að þegar við í haust ætluðum, með aðstoð íslenzks barnaskóla-
kennara, að fara að kenna nýíslenzku við Stockholms högskola, urðum við
að notast við kennslubók handa færeyskum unglingum, því að betra bókakosti
var ekki völ á.
Beinum skipasamgöngum fylgja aukin verzlunar- og menningarsambönd og
nú verðum við Svíar að taka þessum málum traustu taki og sýna, að okkur
er alvara með fagurmælum okkar um, að Island sé ómissandi hlekkur í hinni
norrænu frændþjóðakeðju. Því að ísland er, eins og varla ætti að þurfa að
taka fram, málfræðilega og málsögulega séð sjálfur kjarni hinnar norrænu
menningar. íslendingar hafa sjálfir sýnt brennandi áhuga íyrir norrænni sam-
vinnu, ekki sízt samvinnu við Svíþjóð. Það erum við, sem erum hér eftirbátar.
Raunar höfum við í áratug haft sænskt lektorsembætti í Reykjavík. En það er
brýn nauðsyn, að hér verði stofnað samsvarandi lektorsembætti, nfl. í íslenzku,
sem gæti t. d. verið tengt Stockholms högskola. I sambandi við það þyrfti að
efna til íslenzks bókasafns, sem m. a. fengi bæði íslenzk dagblöð og tímarit.
Til að bæta að einhverju leyti úr skorti íslenzks lesmáls fyrir íslenzkukennslu
höfum við dósent Gunnar Leijström tekið saman úrval nýíslenzkra leskafla í
óbundnu máli. En umsóknum Norræna félagsins og Sænsk-íslenzka félagsins
um ríkisstyrk til útgáfu þessara leskafla hefur enn ekki verið sinnt.
Ennþá þýðingarmeira mun þó, að þýddar verði á sænsku nýíslenzkar bækur,
svo að augu sænsks almennings fái opnazt fyrir því, hversu ágæta rithöfunda
Island á nú sem stendur. Til dæmis afburðarithöfundurinn Halldór Kiljan
Laxness, nú um 43 ára að aldri, sem á þann stílþrótt og hjartahlýja kýnmi,
að hann verður að minni hyggju án nokkurs vafa talinn verðugur Nóbels-
verðlauna undir eins og menn kynnast ritum hans.. Það færi vel á því að