Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 26
88 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í nágrenni fossins, og höfðum orð á að þeir bárðdælir mundu varla gera sér of háar hugmyndir um sannsögli Gretlu, og hafa fossinn í Eyardalsá daglega fyrir augum. Bárðdælíngurinn svaraði að því færi fjarri að fossinn fældi þá frá að trúa Grettis sögu, gæti hann vel hafa fallið með öðrum hætti í þann tíð er Grettir stakk sér í hann ofan. Og með þessari einföldu skynsamlegu athugun var bjólfskviðuþætti Grettis sögu, sem svo er nefndur, lyft í hæðir trúanleikans, flagðabústaðnum, jötninum og öllu saman. Vestrá Mýrum átti ég tal við mann fæddan og uppalinn í nágrenni Hítarár, greindan vel og uppfræddan sem best má verða um öll almenn efni, um margt raunar miklu betur en sá var er við hann ræddi. í Grettis sögu segir frá því að þeir Grettir og Björn hítdælakappi „lögð- ust í einu eftir allri Hítará ofanfrá vatni og út til sjávar“, sem næst þrjátíu og þriggja kílómetra leið. Hver maður sem nokkuð geingur meðfram Hítará sér þó fljótt að áin er næsta grunn, alstaðar væð og ekki á sund nema í hyljum, fellur ýmist á klöppum eða eyrum, en sum- staðar verða flúðir og fossar. Ég segi nú við þennan mann: þið mýra- menn sem kunnastir eruð Hítará hafið líklega aungva oftrú á því sem höfundur Grettis sögu segir um sund, hvorki í einum né öðrum stað, úr því þar stendur að þeir Björn og Grettir hafi lagst ofaneftir Hítará þrjátíu og þrjá kílómetra frá upptökum til sjávar. Maðurinn svaraði: Áin getur orðið feikna mikil í vetrarleysíngum. Þannig mundi þessi greindi og vel menti maður naumast hafa svar- að til um neitt annað málefni sem á górna hefði borið milli okkar. Þetta er það sem ég kalla trúarlega afstöðu gagnvart Gretti. Menn trúa bókinni betur en því sem þeir vita af sjálfsreynslu, trúa gegn skilníng- arvitum sínum og skynsemi, trúa að bergi halli þennan veg ef það stendur í bókinni, þó þeir sjái með augunum að því hallar á hinn veginn. 2. Ætterni útilegumanna. Sögur vorar illar og góðar eru fullar af minjum fornra yrkisefna og þjóðtrúar kynstofnsins eldri íslandsbygð, bæði þegar þær segja æfin- týri og eins þegar þær leitast við að hafa á sér blæ raunsæinnar, í þeim úir og grúir af hugmyndum norrænnar huldutrúar, anímisma, um þjóð er búi „í“ jörðu en ekki „á“, jarðbúa sem svo nefnast, risa, tröll, flögð,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.