Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 35
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN
97
Jónsson (talinn fæddur 1524) ársetur fall þeirra 1444, eitthvað nær
150 árum fyrir skráningartíma annáls síns. Gottskálksannáll, sem er
mikið safn æfintýra og kynjasagna erlendra sem innlendra, ársetur
marga hluti eftir dularfullri aðferð, sem gæti þó eins verið handahóf,
til dæmis er fæðíng Grettis ársett þannig (1005) að með henni er allri
viðburðarás Grettis sögu raskað svo fám hlutum væri hægt að koma
saman og heim ef ártalið væri gert að undirstöðu þó ekki væri nema
skáldsögulegs sennileiks þeirrar bókar. Hver ástæða kann að liggja til
þess að séra Gottskálk helgar átján reyfurum skagfirskum árið 1444 er
ég ekki maður til að geta mér til. En þessi átján reyfara saga þekt frá
dögum Landnámu er orðin í meira lagi glannaleg og spéfull í ann-
álnum. Segir þar að teknir hafi verið átján þjófar hjá Staðaröxl og
heingdir í Gálgagarði hjá Reyninesstað; síðan stendur að þeir hafi
fundist í Þjófagili. „Stálu konum og píkum og öðru fé,“ segir annáll-
inn, og er þetta allglæfralega orðað; „svo týgjum og vopnum.“ Síðan
segir að þeir hafi borið fé „í hellinn“, en ekki nánar greint hver sá
hellir hafi verið. Þá koma nokkur atriði alþekt úr ýmsum síðari af-
brigðum þjóðsögunnar um átján reyfara: „smalamaður á Stað komst
í hellinn (hvaða helli?) er þeir sváfu og bar í burt vopnin og sagði til
þeirra. Einn fékk líf því þeir höfðu hrætt hann til að stela. Var hann
átján vetra“ (stokkmótíf). Loks segir að þeir hafi verið „dysjaðir í
dysinum þar hjá“.
Ástæða til þess að hin forna útilegumannasaga er hér teingd Reyni-
stað virðist sú að þar var þíngstaður að fornu, og siður að dæma þar,
rétta og urða glæpamenn héraðsins sem örnefni benda til, Gálgagarður,
Þjófagil, „dysinn“, á sama benda nýlegir beinafundir þarna. Það er mik-
il regla að setja niður reikandi þjóðsögu á einhverjum stað til að skýra
gamalt örnefni sem allar staðreyndir þarum eru liðnar mönnum úr
minni. Því miður er saga átján reyfara orðin enn fátæklegri í Gott-
skálksannál en nokkurntíma sögn Landnámu um átján hellismenn, hér
er forsprökkunum ekki einusinni gefið nafn, en umgerðin ef umgerð
skyldi kalla fylt aðeins með margtugðustu skylduglósum sem vant er
að ljá þessu efni.
Sögunni um átján reyfara skolar enn af úthafi þjóðtrúarinnar uppá
strönd bókmentanna, þó án þess að verða að skáldverki, í Hellis-
mannasögu íslenskra þjóðsagna, en um aldur þeirrar sögu er vandi að
7