Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 40
102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
færð' í hleðsluna allstór björg, og hafa bersýnilega unnið að þessu
nokkrir menn saman, vel verki farnir og ekki í neinu flaustri.
Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að hleðslur í Surtshelli geti verið
þúsundára gamlar eða meira, ekkert mæðir á þeim inni í þessum af-
helli. Þegar litið er á hleðslur Borgarvirkis í Víðidal, efst á hamri, sem
nokkrar líkur benda til að séu frá elleftu öld, og standa enn með prýði
nema þar sem þær hafa verið rofnar af mannavöldum, er síst fyrir það
að synja að surtshellishleðslur séu frá landnámsöld. Ef steinn er lagður
uppá annan stein í afhellum Surtshellis mun slíkt mannvirki standa um
aldur og ævi. Og þarsem hleðslur þessar eru eldri en allar sannfræði-
legar minníngar um mennina sem hlóðu þær geta þær svosem eins vel
verið þrjú hundruð árum eldri en sú bók þar sem fyrst getur átján
reyfara hellisins, Sturlubók Landnámu. Sú þjóðsaga er í raun réttri
ekkert annað en staðfestíng þess að öll sannfróðleg vitneskja um bygð
í hellinum sé gleymd..
6. Aðrir útilegumannabústaðir.
Einsog ég drap á áðan er það siður ævinlega þegar ritað er um Surts-
helli að gánga að því vísu að þar hafi legið átján reyfarar, á sama hátt
og allir sem fara í Drángey sjá þar rústir af kofa Grettis, eða að minsta
kosti blettinn þar sem hann stóð, það virðist sosum ekki hafa staðið
á þessum köllum að skilja eftir nafnspjaldið sitt handa skoðurunum.
Þetta er líka föst regla þegar menn fara að rannsaka kofa í öræfum;
þeir byrja venjulega á því að kalla kofana útilegumannakofa, með
öðrum orðum gánga að því vísu fyrirfram sem þeir eru komnir til að
rannsaka, einkurn kemur manni þetta kynlega fyrir sjónir í ritgerðum
háskólageinginna manna sem ættu þó að hafa lært einhverja vísindalega
aðferð: það er aungvu líkara en hið fyrsta sem borið hafi fyrir augu
þessara höfunda þegar þeir komu á vettváng hafi verið stórkostleg
plaggöt með orðinu „útilegumenn". Kofarnir gætu þó til dæmis verið
hreysi skotmanna eða annarra veiðimanna einsog Björn Gunnlaugsson
heldur um nokkrar kofarústir, eða leitarmannakofar, eða varðbyrgi
fjármanna, eða aflögð sæluhús forn, svo nefndar séu einhverjar ráðn-
íngar hugsanlegar uns fullsannað þykir að í kofanum hafi búið tilteknir
menn á tilteknum tíma; það er altaf nógur tími að skíra mennina úti-