Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 40
102 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR færð' í hleðsluna allstór björg, og hafa bersýnilega unnið að þessu nokkrir menn saman, vel verki farnir og ekki í neinu flaustri. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að hleðslur í Surtshelli geti verið þúsundára gamlar eða meira, ekkert mæðir á þeim inni í þessum af- helli. Þegar litið er á hleðslur Borgarvirkis í Víðidal, efst á hamri, sem nokkrar líkur benda til að séu frá elleftu öld, og standa enn með prýði nema þar sem þær hafa verið rofnar af mannavöldum, er síst fyrir það að synja að surtshellishleðslur séu frá landnámsöld. Ef steinn er lagður uppá annan stein í afhellum Surtshellis mun slíkt mannvirki standa um aldur og ævi. Og þarsem hleðslur þessar eru eldri en allar sannfræði- legar minníngar um mennina sem hlóðu þær geta þær svosem eins vel verið þrjú hundruð árum eldri en sú bók þar sem fyrst getur átján reyfara hellisins, Sturlubók Landnámu. Sú þjóðsaga er í raun réttri ekkert annað en staðfestíng þess að öll sannfróðleg vitneskja um bygð í hellinum sé gleymd.. 6. Aðrir útilegumannabústaðir. Einsog ég drap á áðan er það siður ævinlega þegar ritað er um Surts- helli að gánga að því vísu að þar hafi legið átján reyfarar, á sama hátt og allir sem fara í Drángey sjá þar rústir af kofa Grettis, eða að minsta kosti blettinn þar sem hann stóð, það virðist sosum ekki hafa staðið á þessum köllum að skilja eftir nafnspjaldið sitt handa skoðurunum. Þetta er líka föst regla þegar menn fara að rannsaka kofa í öræfum; þeir byrja venjulega á því að kalla kofana útilegumannakofa, með öðrum orðum gánga að því vísu fyrirfram sem þeir eru komnir til að rannsaka, einkurn kemur manni þetta kynlega fyrir sjónir í ritgerðum háskólageinginna manna sem ættu þó að hafa lært einhverja vísindalega aðferð: það er aungvu líkara en hið fyrsta sem borið hafi fyrir augu þessara höfunda þegar þeir komu á vettváng hafi verið stórkostleg plaggöt með orðinu „útilegumenn". Kofarnir gætu þó til dæmis verið hreysi skotmanna eða annarra veiðimanna einsog Björn Gunnlaugsson heldur um nokkrar kofarústir, eða leitarmannakofar, eða varðbyrgi fjármanna, eða aflögð sæluhús forn, svo nefndar séu einhverjar ráðn- íngar hugsanlegar uns fullsannað þykir að í kofanum hafi búið tilteknir menn á tilteknum tíma; það er altaf nógur tími að skíra mennina úti-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.