Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 46
108 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeim sainan á hornunum og kastar um sína öxl hvorum tveim, ber þá síðan í bak og fyrir upp fjallið (stokkmótíf úr ýkjusögum). Hann setur með Birni hítdælakappa stéttir í ána, kletta þá sem kallaðir eru Grettis- stiklur fyrir ofan Brúarfoss, og hann syndir, einnig ásamt Birni, hina margfrægu þrjátíu og þriggja kílómetra leið ofan úr Hítárvatni til sjávar. Grettisbæli sjálft er lítið en einkennilega ábúðarmikið undirfell austanvið Fagraskógarfjall og klofið frá því ofanvert; fellið er alveg gróðurlaust, malarskriður upp, en efra svartir móbergsklettar naktir og brattir. í klettum þessum eru aungvir skútar né önnur afdrep. Skriðan er dálítið vond uppgaungu vegna lausagrjóts, en stutt, valla stundar- fjórðungsklif af jafnsléttu uppað klettum. Bygð hefur verið í hálfhríng um fjallið, en nú mjög farin að strjálast að austanverðu, þjóðvegurinn lá meðfram fjallinu til forna meðan mýrarnar hið ytra voru illfærar og ekki alfaravegur. Hítará rennur austanvert við fellið. í sambandi við „boru“ og „rauf“ get ég ekki stilt mig að geta skemtilegs dæmis hvernig fornsagan orkar á hugi manna með áhrifa- valdi helgirits og mótar hugmyndir þeirra svo þeir samsama sannleik hennar ósjálfrátt reynslu sjálfra sín. Skaml frá Grettisbæli hilti ég roskinn mann á förnum vegi og fór að ræða við hann hvar í ufsum fjallsins Grettir mundi hafa búið, en þar vefst mýramönnum túnga um tönn, því ekkert mannvirki sést í fjallinu né einn staður öðrum framar værilegur mönnum. Gamli maðurinn svaraði sem næst svo: Þegar ég var únglíngur hérna þá var dálítið gat gegnum klett uppí fjallinu og í því gati bjó Grettir. Síðan var ég burtu úr sveitinni í þrjá- tíu ár. En þegar ég kom híngað aftur þá var hrunið úr gatinu og nú sést þar ekki nema dálítil rauf. Gott dæmi þess hvernig lærðir ekki síður en leikir eru undirorpnir sefjunmætti fornsögunnar er það að Þorvaldur Thóroddsen sér gat í gegnum klettana í Fagraskógarfjalli, og tekur einmitt fram í lýsíngu sinni á fjallinu að þetta sé gatið (,,boran“) þar sem Grettir bjó. Svona getur fornsagan jafnvel vélað íslenskan jarðfræðíng, þó mætti ætla að einginn vissi betur en hann að í meyrum móbergsklettum sem mást og viðrast og taka formbreytíngum eftir því sem tímar líða er gat sem sést í kríngum árið 1900 ekki líklegt til að vera gatið þar sem Grettir bjó í kríngum árið 1000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.