Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 56
118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Áradal, forða hríðum, forða mér við hríðum“. Útilegumenn síðari
þjóðsagna eru ekki leingur einmana kappar ímynd Ásaþórs né átján
grimmir reyfarar gæddir hörku jómsvíkínga, heldur litlaust drauma-
fólk, venjulega karl og kona með hérumbil ekkert andlit, sem hrotið
hafa af sér í bygðum og flúið mannlega réttvísi ósmeyk við hina guð-
legu, leitað dularfullra staða í óbygðum, „hulinna plássa og yfir-
skygðra dala“ einsog segir hjá Jóni lærða, — og fundið. Meinbugir
geta verið af ýmsu tagi, piltur hefur numið burt prestsdóttur og lagst
út með henni ellegar systkini fara á fjöll til að lifa í sifjaspellum, og er
frásögn Jóns prests Halldórssonar af heimsókn Odds biskups Einars-
sonar hjá „sakafólki fyrir kvennamál“ í nánd Ódáðahrauns næst því
að koma til greina sem rök fyrir útilegumannabygðum. Víða rennur
þessi tegund údlegumannarómantíkur ósundurgreinanlega samanvið
huldufólkssögur. Loks bregður enn fyrir öðrum þræði hinni fornu
gerð útilegumanna, afbrigði jötna og landvætta.
Staðir rómantískra miðtímaþjóðsagna um útilegumenn eru ekki
leingur kunnir deplar á landahréfinu einsog staðir reyfaranna átján,
sem altaf settu þó einhversstaðar upp plaggatið sitt, oftast í miðri bygð,
eða Grettis, sem venjulega hafði nokkurnveginn fasta áritun. í útilegu-
mannasögum miðtímans liggur meiri hula yfir landinu, landafræði
óbygðanna verður í bókstaflegum skilníngi draumkend, staðarákvarð-
anir og örnefni komast á reik, staðfræðileg nákvæmni víkur fyrir hill-
íngu og æfintýri. Hið ástblíða útilegufólk sextándu, sautjándu og
átjándu aldar byggir svo víð svæði að það er hérumbil frágángssök að
finna það, eða tilbúna staði svosem Áradal og alskonar útvíkkaða þóris-
dali mjög í líkíngu við „Stíflugreyið" uppaf Fljótum einsog hún var
áður en uppistaðan kom. Útilegufólk hittist af tilviljun þegar farið er
„suður fjöll“, það er einhversstaðar „á Kjalvegi“, „í Ódáðahrauni“,
„norðuraf Vatnajökli“ eða jafnvel í Vatnajökli, sömuleiðis „í Hörðu-
breið“, „í Heinglafjöllum“ osfrv; dvalarstaðir þess ýmsir eru taldir í
Þjóðsögum Jóns Árnasonar, upphafi flokksins Útilegumannasögur. Það
er athyglisvert í þessum sögum að þó bygðamenn hitti hjú sem lifa í
þesskonar hneykslanlegri sambúð á öræfum sem mundi gera þau óæl í
bygð dettur aungvum í hug að álasa slíku fólki með orði né hugrenn-
íngu, því síður segja til þess. Það er einsog hér sé tjáður draumur
þjóðarinnar um friðland mönnum fyrir brjálkendum kynferðisofsókn-