Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 70
BJÖRN TH. BJÖRNSSON listjrœSingur: Opinbert listasafn á fslandi Aldrei, svo mér sé kunnugt, hefur orðið slík gífurleg áhugavakning á sviði myndlista, eins og átt hefur sér stað á íslandi síðustu áratug- ina. Fyrir réttum mannsaldri síðan lágu mál þessi ennþá í svo djúpri fásinnu, að sá þótti næst því vankaður á sinni, sem varð uppvís að því að sýsla við pensil og örk. Ef leitað er lengra aftur, má sjá margan snilling í urð hrakinn fyrir sakir fátæktar manna og skammsýni, — eða hvar mundu t. d. þeir Sæmundur Hólm og Sölvi Helgason hafa staðið í dag? Þótt segja megi, að íslenzk nútímalist hafi þegar verið reifað barn á túninu fyrir ofan Ásólfsstaði sumarið 1909, leið samt langur tími, áður en hún öðlaðist fullan þegnrétt með öðrum menningargreinum þjóðfélagsins. Málarar voru enn skoðaðir utangarðsmenn, vafasamir sérvitringar, og verkum þeirra enn skipaður sess með rímstagli sveitar- ómaga. í dag las ég svo í blöðunum, að aðsóknin að sýningu eins bezta listamanns okkar hafi náð fimm þúsundum,* — þeim hundraðshluta íbúanna, sem væri óhugsanlegur í nokkurri annarri borg álfunnar, enda þótt um sýningar hinna vinsælustu manna væri að ræða. Þetta er því markverðara sem ég veit, að fólk sækir sýningu þessa ekki fyrir forvitni eina, heldur til þess að njóta hennar af alhug. Þetta er ekkert einsdæmi í Reykjavík. Á góðu kveldi eða helgum degi, þegar tveir fánar blakta vestan við Alþingishúsið og dyrnar á Listamannaskálanum standa upp á gátt, finnst manni oft sem hjarta Reykjavíkur slái heitast á þessum stað. Hér hefur ný íslenzk menning verið í deiglunni um tug ára. Hún hefur mótazt frá degi til dags, — andstæður hafa skapazt, ungir menn hrósað sigri og aðrir litið skapa- dægur sitt. * Höf á við sýningu Kjarvals í marz s.l., en liana sóttu reyndar yfir sjö þús- undir. — Aths. ritstj.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.