Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 102
164 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR baki hennar, því að hún horfði heim að dyrum Alþingishússins, en þaðan var þingmanna von. Þá gekk út forsætisráðherra íslands með lífvörð um sig. Forsætisráðherra, sem ekki þorir út í sólskinið til þegna sinna nema undir sterkri lögregluvernd. Hún dugði honum þó ekki, íslenzkt hjarta sló í ungum barmi, þróttmikil hönd sló til hart, því að hugir þúsundanna fylgdu högginu eftir. Það var táknrænt fyrir tilfinningar fólksins, sem höfðu verið særðar þennan dag. Sál smáðrar en stoltrar þjóðar fann sér miðil í þessari ungu, dagfarsprúðu og skylduræknu skólastúlku. Andstæðurnar, sem mættust við dyr Alþingis, Voru einkennandi fyrir þá örlagastund, sem yfir þjóðina hafði runnið. Annars vegar æðsti rnaður íslenzku ríkisstjórnarinnar, og þó svo smár, bundinn af erlendu valdi, svarinn því gegn þjóð sinni, hins vegar skólastúlkan, æskan sjálf óspillt og ósnortin af vélræði heimsins, dómur framtíðarinnar, von íslands. Verknaðurinn sjálfur hverfur inn í þýðingu sína, tákn sitt. Um ókomnar aldir mun þjóðin sjá þessa mynd: valdamann á völtum stóli andspænis ímynd þeirrar þjóðar, sem ætlazt er til að hafi verið heygð ofan í duftið, en þrátt fyrir umkomuleysið býr yfir mætti og þori, sem leiftrar fram. íslenzkt hugrekki, íslenzk þrautseigja og ís- lenzkur þjóðarmetnaður mun enn einu sinni standast sína raun. íslenzkar konur, ung, íslenzk skólastúlka, sem ekki má að svo komnu nafngreina, tók á sínar herðar byrðina af því að tjá það, sem í hug fjöldans bjó — fordæmingu á óhappaverki, sem enginn veit enn til hvers kann að leiða. Hún hefur setið í fangelsi og staðið fyrir rétti, en þegar henni var sleppt var hún hyllt með blómum og öðrum gjöfum og þakkað með þúsundum radda. Góðir og skynsamir foreldrar standa vörð um hana, svo að þessi einstæði atburður trufli ekki nám hennar og daglegt líf. En ég veit, að aðdáendur hennar munu biðja henni þess, að hún með öllu lífi sínu megi standa við kinnhestinn, sem skipaði henni á bekk með ágætustu og tilþrifamestu konum fslandssögunnar, konum með afrekslund og hraðar hendur. Ég nefni hér: Auði Vésteins- dóttur, Grundar-Helgu, Þórunni Jónsdóttur Arasonar og Olöfu ríku. Það er ríkt í íslenzkri skapgerð að hefna illræðisverka þó að minni séu en svo að taki til þjóðarinnar allrar og varði jafnvel líf hennar. En eftir er enn yðvarr hlutur, íslenzkar konur. Þann dag, sem líf og gæfa íslenzku þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og frelsi, mál hennar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.