Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Side 123
F'riðarþing menntamanna Alþjóðaþing raenntamanna, til verndar íriði, var haldið í pólsku borginni Breslau í lok ágústmánaðar s.l. Til þingsins var boðað af undirbúningsnefnd, sem í áttu sæti franskir og pólsk- ir vísindamenn og rithöfundar. Frjálslynd blöð um heim allan birtu ítarlegar fréttir af þinginu og ályktunum þess og lögðu áherzlu á þýðingu þess fyrir heimsfriðinn og samvinnu þjóðanna. Afturhaldsblöðin, sem höfðu ætlað sér að reyna að þegja þingið í hel, neyddust til þess að rjúfa þögnina, en, eins og við var að búast, fluttu þau rangar og villandi fregnir af störfum þingsins en mögnuðu stórum þær fáu hjáróma raddir, sem þar heyrðust. Þingið sátu um fjögur hundruð fulltrúar frá öllum ríkjum Evrópu og mörgurn löndum í Asíu og Afríku auk margra fulltrúa frá Bandaríkjunum. Afturhalds- samar ríkisstjórnir nokkurra landa hindruðu, að þaðan kæmu fulltrúar. Svo var t. d. um Ástralíu og flest ríki Ameríku þ. á m. Kanada. Á þingi þessu voru saman komnir margir heimsfrægir vísindamenn, rithöfundar, listamenn og skáld. Vísindakonan Iréne Joliot-Curie, skáldið Paul Eluard, rithöfundurinn Maurice Bedel og málarinn Picasso o. fl. frá Frakklandi. Meðal Bretanna voru: prófessor Hewlett Johnson, dómprófastur í Kantaraborg; J. B. S. Haldane, lífefnafræðing- ur; Martin, ritstjóri stórblaðsins New Statesman and Nation; I. Montagu, kvik- myndaframleiðandi. Danska skáldið Martin Andersen-Nex0 var á þinginu og þýzka skáldkonan Anna Seghers og yfirleitt ýmsir merkustu andans manna þeirra landa, sem þarna áttu fulltrúa. Á þinginu var greinilega sýnt fram á það, hve mikil hætta heimsfriði og menn- ingu væri nú búin vegna drottnunarstefnu auðvaldsins. Margir þingmanna lýstu greinilega því ástandi, sem nú væri í löndum þeim, sem þeir voru fulltrúar fyrir. Mikla athygli vöktu t. d. ræður Þjóðverja, Kínverja og margra þingmanna ný- lenduþjóðanna. Svo mikil eining og friðarvilji ríkti á þinginu, að ályktun sú, er þar var gerð, var samþykkt með 371 atkvæði gegn 11, en 9 voru fjarverandi. Fulltrúar flestra þjóða greiddu samhljóða atkvæði. Af 32 amerískum fulltrúum greiddu 23 atkvæði með ályktuninni. Af Bretum voru 35 með en 7 á móti eða fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. í ályktuninni er látin í ljós sú trú, að þjóðir heims ráði yfir nægilegu afli til þess að vernda friðinn og menninguna fyrir nýjum fasisma. Hvatt er til þess að stofna nefndir í öllum löndum og vinni þær að því að sameina menntamenn til einhuga átaka í baráttunni fyrir varanlegu lýðræði, friði og framförum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.