Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Page 127
Bréf til MÁLS OG MENNINGAR Mig hefur lengi langað til að senda Tímaritinu línur um ýmislegt varðandi Mál og menningu og Tímaritið sjálft. Loks kem ég þessu í framkvæmd. Aðeins verð ég fyrirfram að biðjast afsökunar á því, ef ég skyldi verða óhæfilega lang- orður, en ég skal þó reyna að forðast það eftir megni. Fyrst vildi ég aðeins líta örstutta stund til baka, til áranna fyrir síðustu heims- styrjöld. Það var um þær mundir, er ungt fólk á mínum aldri fór að fylgjast með því, sem var að gerast í menningar- og stjómmálalífi innanlands og utan. Það er ekki hægt að segja, að mikið umstang hafi þá verið í íslenzku menningarlífi. Yfir vötnunum sveif „hinn andinn“, eins og Sigurður Nordal prófessor nefndi hann síðar. Samnefnari alls þess, sem fólst að baki þessa anda, var þáverandi al- ræðismaður í íslenzkum menningarmálum, Jónas Jónsson frá Hriflu. Bókaútgáfa var kraftlítil og fátt gert til að beina að ströndum íslands þeim vindum, sem líklegir vom til að koma ókyrrð á það logn, sem ríkjandi var í menningarlífinu, enda ekki þóknanlegt „hinum andanum". Af hálfu framfaraafla vantaði alla skipu- lega andstöðu gegn þessum anda. Fyrsta skrefið til slíkrar andstöðu var stigið með stofnun bókaútgáfunnar Heimskringlu kringum árið 1935. En það var aðeins vísirinn. Andstaðan varð að skapa sér fastari og víðari gmndvöll. Sá grundvöllur var lagður árið 1937 með stofnun Máls og menningar. Þar með var byr.jað að reisa það virki, hvaðan hægt var að greiða „hinum andanum" þyngst högg, reka skugga hans burt af vötnum íslenzks menningarlífs og draga út þau svefnþorn, er hann hafði stungið íslenzkri alþýðu. Þess vegna var stofnun þessa félags, sem í fyrstu var brosað góðlátlega að, einn hinn þýðingarmesti menningarviðburður síðustu áranna fyrir styrjöldina. Það var víst brosað fyrst í stað í aðalstöðvum „hins andans", þegar Mál og menning sendi út boðsbréf sitt. Það var hæðnisbros. En á öðrum stöðum var líka brosað, en það bros átti sér annað tilefni. Það var á hundruðum alþýðuheimila, þar sem í fyrsta skipti birtist nú innan sjónvíddar möguleiki til að eignast valdar bækur við verði, sem var yfirstíganlegt, bækur, sem leiddu menn til fundar við nýja menningarstrauma. Og þegar íslenzkri alþýðu loks bauðst tækifærið, greip hún það. Hundruð alþýðuheimili urðu að þúsundum. Fólkið brást ekki því trausti, sem stofnendurnir báru til þess. Það hafði virkilega tekizt að reisa virki gegn lognmollu menningarleysisins, vegna þess, að fólkið hlýddi kallinu. Ráðsturlunin, sem greip um sig í herbúðum „hins andans“, þegar þetta nýja virki var risið af grunni og efldist stöðugt, ætti að vera mönnum í svo fersku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.