Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 12
2 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Vestlendingar", eítir Lúðvík Kristjánsson í riti þessu, sem verður í tveimur bindum, eru raktir höfuðþættir í menningar-, atvinnu- og þjóðmálasögu Vestlendinga á tímabilinu 1830—1860. Meiri umbrot og fleiri umtalsverðir atburðir urðu í Vestfirðingafjórðungi á þessum árum en annars staðar á landinu. Þeir standa á ýmsan hátt í sambandi við þjóðarsöguna og allir bera þeir einkenni vaknandi alþýðu, fólks, sem er orðið sér þess meðvitandi, að íslands bíður annað hlutskipti en verða um aldur og ævi nýlenduþjóð. Þjóðfrels- isbarátta landsmanna er slungin fjölmörgum þáttum, og við sögu hennar hafa komið margir menn, sem alþjóð eru lítt eða ekki kunnir. Jón Sigurðsson og fremstu fylgismenn hans eru ætíð nefndir til þessarar sögu, sem verðugt er. En hvar var alþýða landsins? Hafðist hún ekkert að? Átti Jón Sigurðsson og nafn- kenndustu liðsmenn hans enga stoð í henni? Hvað Vestfirðingafjórðung áhrærir, er reynt að svara þessum spumingum í ritinu „Vestlendingar“. Þessir eru höfuðþættir ritsins: I. Vormenn vestanlands. II. Framfararstofnunin í Flatey. III. Bréflega félagið. IV. Tvö ársrit í Vestfirðingafjórðungi. V. Jón Sig- urðsson og Vestlendingar. VI. Alþing og alþýða. Vn. Kollabúða- og Þingvalla- fundir. VIII. Þjóðfundurinn og Vestlendingar. IX. Orð og athafnir. X. Staldrað við og litið til átta. Fjórir fyrstu þættimir eru í fyrra bindi, sem út kemur í ár. í „Vormenn Vestanlands“ er fyrst rakin saga Ólafs Sivertsens prófasts í Flatey, en fyrir hans atbeina einkanlega reis menningaralda sú í Vestfirðingafjórðungi, sem greint er frá í ritinu. Síðan er sagt frá helztu liðsmönnum hans, er vom víðs vegar um fjórðunginn. Framfarastofnunin í Flatey var sérstæð á sínum tíma og átti engan sinn líka hérlendis. í upphafi þessa kafla em raktar þær tilraunir, sem fslendingar gerðu með stofnun almenningsbókasafna fram að þeim tíma, að bókasafninu í Flatey var komið á fót, en það má sannarlega kalla fyrsta alþýðubókasafn landsins. Síðan er gerð grein fyrir annarri starfsemi Framfarastofnunarinnar, t. d. viðskiptum hennar við Gísla Konráðsson, verðlaunaveitingum fyrir bamauppeldi, búsýslu o. fl. í síðari hluta þessa kafla er reynt að rekja þau áhrif, sem Framfarastofnunin hafði, og greint frá þeim lestrarfélögum, er upp komu í Vestfirðingafjórðungi á tímabilinu 1836—1850. Vom það fyrstu lestrarfélög alþýðumanna hér á landi. Um Bréflega félagið er sama að segja og Framfarastofnunina, að starfsemi þess var einstæð hér á landi í þann mund. Markmið þess var í fáum orðum sagt að fá menn til að rita um stjórnmál, menningarmál, atvinnumál o. s. frv. Ritgerðimar bámst síðan eins og sendibréf til lesturs milli félagsmanna. Alls urðu til á þenn- •an hátt 80—90 ritgerðir. Saga þessa félags er rakin all nákvæmlega og í lok kafl- ans em birtar nokkrar ritgerðir, en að efni þeirra var tvímælalaust nýjabragð á sínum tíma. Tvö ársrit í VestfirðingafjórSungi. Hér er í fyrsta sinn birt ritgerð eftir Brynjólf Benedictsen, þar sem hann gerir grein fyrir þeirri liugmynd sinni, að keypt sé prentsmiðja til Flateyjar og hafin þar bókagerð. Síðan er greint frá því, hvemig fór um þessa hugmynd og loks rakin saga Gests Vestfirðings og Ársrits presta í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.