Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 12
2
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Vestlendingar", eítir Lúðvík Kristjánsson
í riti þessu, sem verður í tveimur bindum, eru raktir höfuðþættir í menningar-,
atvinnu- og þjóðmálasögu Vestlendinga á tímabilinu 1830—1860. Meiri umbrot og
fleiri umtalsverðir atburðir urðu í Vestfirðingafjórðungi á þessum árum en annars
staðar á landinu. Þeir standa á ýmsan hátt í sambandi við þjóðarsöguna og allir
bera þeir einkenni vaknandi alþýðu, fólks, sem er orðið sér þess meðvitandi, að
íslands bíður annað hlutskipti en verða um aldur og ævi nýlenduþjóð. Þjóðfrels-
isbarátta landsmanna er slungin fjölmörgum þáttum, og við sögu hennar hafa
komið margir menn, sem alþjóð eru lítt eða ekki kunnir. Jón Sigurðsson og
fremstu fylgismenn hans eru ætíð nefndir til þessarar sögu, sem verðugt er. En
hvar var alþýða landsins? Hafðist hún ekkert að? Átti Jón Sigurðsson og nafn-
kenndustu liðsmenn hans enga stoð í henni? Hvað Vestfirðingafjórðung áhrærir,
er reynt að svara þessum spumingum í ritinu „Vestlendingar“.
Þessir eru höfuðþættir ritsins: I. Vormenn vestanlands. II. Framfararstofnunin
í Flatey. III. Bréflega félagið. IV. Tvö ársrit í Vestfirðingafjórðungi. V. Jón Sig-
urðsson og Vestlendingar. VI. Alþing og alþýða. Vn. Kollabúða- og Þingvalla-
fundir. VIII. Þjóðfundurinn og Vestlendingar. IX. Orð og athafnir. X. Staldrað
við og litið til átta.
Fjórir fyrstu þættimir eru í fyrra bindi, sem út kemur í ár.
í „Vormenn Vestanlands“ er fyrst rakin saga Ólafs Sivertsens prófasts í Flatey,
en fyrir hans atbeina einkanlega reis menningaralda sú í Vestfirðingafjórðungi,
sem greint er frá í ritinu. Síðan er sagt frá helztu liðsmönnum hans, er vom víðs
vegar um fjórðunginn.
Framfarastofnunin í Flatey var sérstæð á sínum tíma og átti engan sinn líka
hérlendis. í upphafi þessa kafla em raktar þær tilraunir, sem fslendingar gerðu
með stofnun almenningsbókasafna fram að þeim tíma, að bókasafninu í Flatey
var komið á fót, en það má sannarlega kalla fyrsta alþýðubókasafn landsins. Síðan
er gerð grein fyrir annarri starfsemi Framfarastofnunarinnar, t. d. viðskiptum
hennar við Gísla Konráðsson, verðlaunaveitingum fyrir bamauppeldi, búsýslu o.
fl. í síðari hluta þessa kafla er reynt að rekja þau áhrif, sem Framfarastofnunin
hafði, og greint frá þeim lestrarfélögum, er upp komu í Vestfirðingafjórðungi á
tímabilinu 1836—1850. Vom það fyrstu lestrarfélög alþýðumanna hér á landi.
Um Bréflega félagið er sama að segja og Framfarastofnunina, að starfsemi þess
var einstæð hér á landi í þann mund. Markmið þess var í fáum orðum sagt að fá
menn til að rita um stjórnmál, menningarmál, atvinnumál o. s. frv. Ritgerðimar
bámst síðan eins og sendibréf til lesturs milli félagsmanna. Alls urðu til á þenn-
•an hátt 80—90 ritgerðir. Saga þessa félags er rakin all nákvæmlega og í lok kafl-
ans em birtar nokkrar ritgerðir, en að efni þeirra var tvímælalaust nýjabragð á
sínum tíma.
Tvö ársrit í VestfirðingafjórSungi. Hér er í fyrsta sinn birt ritgerð eftir Brynjólf
Benedictsen, þar sem hann gerir grein fyrir þeirri liugmynd sinni, að keypt sé
prentsmiðja til Flateyjar og hafin þar bókagerð. Síðan er greint frá því, hvemig
fór um þessa hugmynd og loks rakin saga Gests Vestfirðings og Ársrits presta í