Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 17
RITSTJÓRNARGREINAR 7 Pjóðareining gegn her á íslandi Boðað hefur verið til þjóðarráðstefnu í Reykjavík dagana 5.—7. maí með ávarpíi sem birt er á öðrum stað hér í Tímaritinu. Ávarpið lýsir því sjálft hver tilgangur- inn er: að sameina öll þau öfl í landinu sem andvíg eru hersetu, hemaðaranda og síðast en ekki sízt stofnun innlends hers. Ummæli ráðamanna stjórnarflokkanna um áramótin síðustu sýndu alþjóð svo að ekki varð um villzt að hugmyndin um stofnun hers á Islandi er annað og meira en óskadraumur einræðissjúkra valdhafa. Því miður em allar líkur til að máttarvöld okkar íslendinga líti á hana sem fjöregg sitt og einustu hjálparhellu. íslenzkur her á sem sé að verða réttlæting frekari ölmusugjafa frá Bandaríkjunum þegar Marshallhjálpinni lýkur, á að verða það tötragervi sem íslenzkir landstjómarmenn varpa yfir sig þegar þeir leggja upp í næsta beiningaleiðangur. Þetta má vera öll- um Ijóst, þótt ekki væri nema af þeim röksemdum sem bomar hafa verið fram fyrir stofnun íslenzks hers. Allt tal um að íslendingar taki sjálfir að sér varnir lands síns er svo hálfvitalegur bamaskapur að enginn mundi bera slíkt á borð fyrir al- menning nema af þeirri orsök einni að ekki má segja sannleikann um tilgang og tildrög þessarar hugmyndar. En slíkt þýðir ekki að segja Islendingum sem hafa séð með eigin augum bæði hvers herafla þótti við þurfa hér á landi á stríðsámn- um síðustu og hverjar aðgerðir Bandaríkjamönnum hafa þótt nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli einum, sem vissulega mundi þó duga skammt til að verja land- ið allt, enda aldrei ætlað það hlutverk. Meginþorri íslenzku þjóðarinnar hefur ekki heldur látið blekkjast af þessum barnalega áróðri. Það sýna hinar mörgu andmælasamþykktir sem gerðar hafa ver- ið síðustu mánuðina. Andstaðan gegn stofnun innlends hers og gegn auknum ítök- um og áhrifum erlends herliðs hér á landi hefur farið sívaxandi og nær nú langt inn í fylkingar stjómarflokkanna sjálfra. Almenningur er ekki skyni skroppnari en svo að hann sér og skilur að innlendur her þýðir tvennt í senn: í fyrsta lagi stóraukin áhrif hins erlenda hers á íslandi, þar sem hann mundi vitanlega eftir sem áður vera allsráðandi um svonefndar varnir landsins, að íslenzku dátunum meðtöldum, — og í öðra lagi aðstöðu til ofbeldisaðgerða af hálfu íslenzkra stjóm- arvalda. Sumir íslenzkir stjórnmálamenn hafa ekki farið dult með þá ósk sína að eiga sér hervald til stuðnings í innanlandsátökum. Slíkar hugmyndir er þarflaust að ræða nánara að sinni; við þekkjum andann og hugarfarið sem í þeim felst; hin brúna afturganga fasismans hefur skotið upp kollinum víðar en á fslandi síðustu árin. Allt síðan Keflavíkursamningurinn var gerður hefur sigið jafnt og þétt á ó- gæfuhlið, fleiri og fleiri réttindi hafa verið látin af hendi: Atlanzhafssáttmáli, er- lend herseta á friðartímum, fleiri herstöðvar boðaðar. Og nú er ekki lengur nóg að selja íslenzkt land, heldur á að selja íslenzkan æskulýð í málaþjónustu erlends stórveldis. Þetta er ekki ósk eða vilji íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsyn að sam- einast til andstöðu, ákveðnara og kröftugra en nokkra sinni fyrr. Engin flokks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.