Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 37
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ 27 samvinnufélaga, ennfremur séreign smáborgara og hinna þjóðlegu borg- ara. Sömuleiðis ber stjórninni að vinna af alefli að því að breyta hinu kínverska landbúnaðarþjóðfélagi í iðnaðarþjóðfélag. Ákveðið er og að þjóðin hafi bæði kosningarrétt, kjörgengi og önnur lýðræðisréttindi svo sem ritfrelsi og málfrelsi. Kvenfólk skal fá fullkomið jafnrétti á við karlmenn. Landsdrottnastéttin og aðrir gagnbyltingamenn skulu þó svo lengi sem þurfa þykir vera útilokaðir frá pólitískum réttindum. En jafnframt er lögð áherzla á að þeim verði tryggðir afkomumöguleikar og reynt verði að snúa þeim til fylgis við stefnu núverandi stjórnar. En haldi þeir áfram andbyltingarstarfsemi verði þeim refsað harðlega. Hverjum manni er gert að skyldu að verja landið gegn erlendum óvin- um, að hlýða lögunum og vinnureglum, vernda opinberar eignir, gegna herþjónustu og annarri opinberri þjónustu og greiða skatta. Allar þjóðir í Kínaveldi skulu njóta sömu réttinda og hafa sömu skyldur. Her og lögreglu er gert að skyldu að verja landið og hagsmuni þjóðarinnar í hvívetna, og ber stjórninni skylda til að efla landvarnirnar. Að síðustu er ákvæði um að ríkið skuli standa í vináttusambandi við önnur sósíal- istísk ríki svo sem U.S.S.R. og berjast fyrir friði, frelsi og lýðræði. Hér eru í fáum orðum talin upp helztu grundvallaratriðin, sem ráð- stefnan setti um starfsskrá stjórnarinnar. Svo koma ákvæði um hverjir skuli vera handhafar ríkisvaldsins, og er grundvallarákvæðið það að ríkisvaldið skuli vera hjá þjóðinni. Lögggj afarvaldið er í raun og veru í höndum hinnar pólitísku ráð- gefandi ráðstefnu hinnar kínversku þjóðar. En þó samdi hún aðeins mikilvægustu lögin, þ. e. starfsskrá stjórnarinnar, enda sat hún stuttan tíma á fundum, en hún kaus hina svonefndu þjóðnefnd o. fl. nefndir, er hafa eftirlit með gerðum ríkisstjórnarinnar og eiga að sjá um að hún starfi í samræmi við vilja ráðstefnunnar. Ákveðið er að í framtíðinni skuli löggjafarvaldið vera í höndum þjóðþings, er allir íbúar Kínaveld- is eiga aðild að, en þangað til slíkt þing kemur saman, á ráðstefnan að vera handhafi æðsta valdsins í ríkinu, þ. e. að hafa löggjafarvaldið, velja ríkisstjórnina, veita henni heimild til að fara með ríkisvaldið og hafa eftirlit með gerðum hennar. Eftir að kínverskt þjóðþing, kosið af öllum íbúum ríkisins með almennum kosningarétti, er komið saman hefur ráðstefnan rétt til að koma fram með uppástungur til þjóðþings og ríkisstj órnar um pólitísk mál viðvíkjandi hinu þjóðlega viðreisnar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.