Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 39
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ
29
ins, grundvallað á bandalagi milli verkamanna og bænda, sameinandi
allar demókratískar stéttir og þjóSir innan ríkisins.
Undir ríkisráSinu standa svo ráSuneyti og óteljandi nefndir, sem
hafa á hendi framkvæmdarvaldiS. Mikill grúi embættismanna starfar
í þjónustu ríkisins, en þó telja Kínverjar, aS bagalegur skortur sé á
hæfum mönnum til aS framkvæma stj órnarstörfin á réttan hátt. Veru-
legur hluti hinna gömlu embættismanna eru óhæfir í þjónustu hins nýja
ríkis. Margir skólar hafa veriS stofnaSir til aS bæta úr þessari þörf.
Eru þeir nefndir þjóSarháskólar og veita bæSi almenna fræSslu og sér-
menntun í ýmsum greinum. Stjórnardeildirnar hjá Kínverjum starfa á
líkan hátt eins og ráSuneytin hér í vesturlöndum. En í svo stóru og
fjölbyggSu landi eins og Kína er virSist vera óhjákvæmilegt aS upp
spretti heill her af opinberum starfsmönnum, vegna þess hve valdsviS
stjórnarinnar er víStækt.
Eg geri ráS fyrir aS einhver helzta spurningin, sem menn myndu
vilja leggja fyrir mig um hiS pólitíska ástand í Kína, sé sú hvaSa öfl
standi á bak viS stjórnina og hversu sterk hún sé. Ég vil reyna aS gera
ofurlitla grein fyrir því og byrja á því aS athuga viShorf helztu þjóSfé-
lagsstéttanna til hennar.
Bændastéttin er lang fjölmennasta stétt Kínaveldis. Af 500 millj. íbúa
eru um 420 millj. bændur. Meginþorri þeirra voru fátækir, höfSu oflít-
iS jarSnæSi og voru því hálfþrælar landsdrottnanna. Þessa stétt hafa
kommúnistar leitt til sigurs yfir landsdrottnum í nærri 25 ára borgara-
styrjöld og hafa nú nærri því lokiS viS aS skipta jörSunum milli
bænda. Landsdrottnastéttin er nú algerlega afnumin, og flestir bændur
í landinu eru orSnir sjálfseignarbændur. Þessi mikli fjöldi, meginþorri
allrar kínversku þjóSarinnar stendur sem múrveggur bak viS stjórn-
ina. Bændur hafa ævinlega reynzt mjög tryggir þeim forystumönnum,
sem hafa komi því til leiSar aS þeir eignuSust ábýlisjarSir sínar. Er
því enginn vafi á því aS kínverska bændastéttin mun verSa trygg nú-
verandi leiStogum sínum, og mega kommúnistar áreiSanlega gera mörg
glappaskot til þess aS bændur snúi viS þeim bakinu.
Verkamenn standa einnig sem einn maSur meS kommúnistum. Sú
stétt var, áSur en kommúnistar náSu völdum, réttlaus og kjör hennar
langt frá því aS vera mannsæmandi. Ollum kjara- og réttarbótum hefur
hún náS undir forystu kommúnista. LýSræSisréttindi þekktust ekki í