Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 46
36 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gera eitthvað' eða að hann yrði sendur út í bæ og gæti ekki komið hingað á réttum tíma, því engu mátti muna um tímann. En svo yrði öll þessi álagning auðvitað til einskis, hann þóttist sjá fram á að örlögin ætluðu honum bara hungur lungnabólgu og vonsvik. Hann vissi ekki svo lítið um örlögin, hafði lesið um þau bæði í Ijóði og sögu. Þau voru alltaf ill almennilegu fólki en holl trjádrumbum sem stóðu á blístri af vellíðan og heimsku. Hann ætlaði ekki að fara að þylja það sem hann kunni um hin grimmu örlög, það var allt frá öðr- um. En seinna ætlaði hann að yrkja sín eigin ljóð um sína miklu sorg og sín óblíðu örlög og þá skildi fólk kannski hvað hann hefur tekið út. Hann viknar við þá hugsun og raunum hans fjölgar ískyggilega. En þrátt fyrir þessa miklu harma, sult og mannvonsku og vonsvik líður honum samt ekki mjög illa, meira að segja er engu líkara en að það fari þá og þegar fram sprenging innan í honum af völdum yfir- náttúrlegrar vellíðunar og hann er upp með sér af að vera í aðstöðu sem líklega enginn maður áður hefur komizt í. Og í þessu kemur hún. Lítil stúlka á hans aldri en allt öðruvísi en nokkur sem hann hefur áður séð. Hann var svo sem ekki óvanur stelpum úr skólanum og hjá leikbræðrum sínum, en þær voru leiðinlegar og flæktust fyrir þegar almennilegir strákar voru að leika sér. Þessi stúlka var ekkert lík þeim, hún var svo falleg og fíngerð eins og hún hefði ekki fæðzt eins og önn- ur börn heldur verið prentuð. Fyrir þrem dögum hafði hún flutzt í húsið númer 7 í næstu götu og hann hafði þá verið þar nærstaddur og séð hana. Þá var það sem hin mikla breyting fór fram innra með honum. Og síðan stóð hann á þess- um stað á hverjum morgni til að sjá hana ganga í mjólkurbúðina og heim aftur. A þeim stutta tíma lifði hann sælu sína og þjáningar. Aldrei leit hún á hann þó hann gengi beint á móti henni tvisvar á hverjum morgni, það var vafasamt hvort hún sá nokkuð sem fram fór í þessum eymdarinnar heimi, líklegast að hún tilheyrði annarri veröld fegurri, eins og hún var sjálf. Hann er kominn út úr húsasundinu og heldur á móti henni. Hún gengur settum skrefum og horfir út í loftið framhjá höfðinu á honum. En allt í einu skrikar henni fótur, og þegar hún nær jafnvæginu aftur brosir hún að klaufaskap sínum og brosir um leið beint framan í hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.