Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 47
EKKERT SVAR 37 Hann svarar ekki brosi hennar, en nú er jörðin ekki lengur til að ganga á. Hann sendist í loftköstum framhjá henni til að sýna fögnuð sinn og snýr við eftir lítinn spöl til að geta mætt henni aftur. í því bili kemur drengur út úr mjólkurbúðinni með mj ólkurflösku í hendinni og gengur grunlaus í veg fyrir hinn milda elskanda. Hann er enn allur á lofti og þegar hann kemur auga á drenginn sveiflar hann handleggjunum og rekur harðan hnefann af afli á nasir honum svo hann fellur á götuna eins og hann hafi verið skotinn — flaskan brotn- ar og blóð og mjólk blandast á gangstéttinni. í sama vetfangi sér hann svartan skugga nálgast og heyrir konurödd: andskoti — svín — götustrákur, og tveir löðrurigar fylgja. En litla fallega prentaða stúlkan lýtur yfir barða drenginn, talar blítt við hann, hjálpar honum á fætur, þerrar blóð. Voða óþokki ertu, segir hún við þann sem sló, elskandann sem stend- ur lémagna, fangaður af kerlingunni með skuggann. Skammastín, seg- ir hún líka. Honum finnst hann kafna, kemur ekki upp neinu hljóði, brjóstið á honum er að rifna af einhverjum furðulegum og voðalegum sársauka. Og honum finnst fallega stúlkan hróplega ranglát. En hvernig á hann að skýra fyrir henni að hann ætlaði alls ekki að meiða drenginn, hann átti ekkert sökótt við hann og hann var svo aumur að það var ekki ómaks vert að vera að berja hann. Honum býður við því að hafa gert það, og blóðinu og mólkinni. En hann getur ekkert sagt sér til máls- bóta og þó hlaut hún að vita að hann varð að slá hann og að hann gerði það alls ekki af óþokkaskap heldur einhverju allt öðru. Og meðan hugsanirnar malast í höfðinu á honum svo hann sárkvelst hefur kerlingin með skuggann dregið hann með sér og afhent hann móður hans með einhliða ákæru. Ekki stendur á refsingu. Hann er barinn án málflutnings. Og þegar faðirinn kemur heim uppfyllir hann líka sína föðurlegu skyldu til refs- ingar og yfirheyrslu. Af hverju gerðir þú þetta? Hvað áttirðu sökótt við drenginn? Ekkert. Högg. Af hverju? Þögn. Viltu svara? Högg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.