Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 62
52 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þið, ungu stúdentar, eigið hjá okkur svar við því, hvers vegna ís- lenzkir menn gerðust til að selja af hendi landið, brenna ofan af okk- ur það hús sem við reistum í fögnuði, og verið hafði margra alda draumur. Svarið er þjóðfélagslegt og ofur einfalt. Þeir fóru öfugt að við ykkur, er gengu í félag hinna róttæku. Þeir vanræktu að tengja æsku sína við æskuöfl heimsins, sósíalismann sem verkalýðshreyfingin ber á örmum sér, heldur bundu lag sitt við elli veraldar, við hið hrörn- andi skipulag dauðans, auðstéttarvaldið, og urðu af því sjálfir hrumir aukvisar, er misstu þann kraft sem snertingin við lífsöfl jarðar og þjóð- félags geta einsaman veitt. Ég þekki þessa menn mætavel. Ég hef setið með þeim á skólabekk, verið með þeim stúdentum erlendis, svarið með þeim eið á Lögbergi þegar lýðveldið var stofnað, setið með þeim á Al- þingi og í tólfmannanefndinni, er þæfði um stund herstöðvakröfur Bandaríkjanna. Ég þekki öll þeirra viðbrögð, bverja hræringu, hef les- ið í hug þeirra. Eitt veit ég, hverjum kostum sem þeir annars eru prýddir: ísland átti ekki rúm í þeirra hjarta, og þar var hvergi að heyra æðaslög nýrra tíma, og hvergi að sjá vítt til veggja, heldur allir bundnir á eina þrönga jötu; og „glórði í augun grá smá“. En úrslitum olli að þeir bundu lag sitt við auðvaldið sem þeim vegna innri veikleika og elli- glapa sjálfs sín sýndist voldugt máttarafl er mundi hljóta að verða sér styrkur, hlíf og skjól. Þeir sem seldu landið veðjuðu á svikinn hest, héldu að auðvald Bandaríkjanna vegna mikils fyrirgangs væri sigursæll kappreiðarhestur, höfðu ekki sinnu á að skoða upp í hann til að sjá að það voru gamlar og slitnar í honum tennurnar, að þetta var í rauninni aflóga hross, gamall jálkur, ekki til neinna sigurvinninga. En svarið hér að framan um að þeir sem seldu af hendi landið bund- ust með því tengslum við feigðaröflin í heiminum, gefur einmitt sýn út yfir múrinn gráa sem byrgir íslendingum framtíðina á þessum dög- um, framtíð þar sem aftur blasi við augum víðátta gróandi lands fram- undan. Hér er það sem nauðsynlegt er að binda tengslin við sósíalism- ann, við þá æskukrafta sem hvarvetna sækja fram í heiminum. Stund- um er hæðzt að þeim sem hafi svo stórt hjarta að það geti rúmað allan heiminn. ísland er nógu stórt fyrir mig, segja helzt þeir sem rúma sjálfselskuna eina í brjósti. En enginn daggardropi er heill né glitrar sem ekki speglar í sér allan heiminn, engin eind lífsins er eigi feli í sér mynd alls lífs. Sá íslendingur sem skilur heiminn í dag, hin fossandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.