Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 62
52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þið, ungu stúdentar, eigið hjá okkur svar við því, hvers vegna ís-
lenzkir menn gerðust til að selja af hendi landið, brenna ofan af okk-
ur það hús sem við reistum í fögnuði, og verið hafði margra alda
draumur. Svarið er þjóðfélagslegt og ofur einfalt. Þeir fóru öfugt að
við ykkur, er gengu í félag hinna róttæku. Þeir vanræktu að tengja
æsku sína við æskuöfl heimsins, sósíalismann sem verkalýðshreyfingin
ber á örmum sér, heldur bundu lag sitt við elli veraldar, við hið hrörn-
andi skipulag dauðans, auðstéttarvaldið, og urðu af því sjálfir hrumir
aukvisar, er misstu þann kraft sem snertingin við lífsöfl jarðar og þjóð-
félags geta einsaman veitt. Ég þekki þessa menn mætavel. Ég hef setið
með þeim á skólabekk, verið með þeim stúdentum erlendis, svarið með
þeim eið á Lögbergi þegar lýðveldið var stofnað, setið með þeim á Al-
þingi og í tólfmannanefndinni, er þæfði um stund herstöðvakröfur
Bandaríkjanna. Ég þekki öll þeirra viðbrögð, bverja hræringu, hef les-
ið í hug þeirra. Eitt veit ég, hverjum kostum sem þeir annars eru
prýddir: ísland átti ekki rúm í þeirra hjarta, og þar var hvergi að heyra
æðaslög nýrra tíma, og hvergi að sjá vítt til veggja, heldur allir bundnir
á eina þrönga jötu; og „glórði í augun grá smá“. En úrslitum olli að
þeir bundu lag sitt við auðvaldið sem þeim vegna innri veikleika og elli-
glapa sjálfs sín sýndist voldugt máttarafl er mundi hljóta að verða sér
styrkur, hlíf og skjól. Þeir sem seldu landið veðjuðu á svikinn hest,
héldu að auðvald Bandaríkjanna vegna mikils fyrirgangs væri sigursæll
kappreiðarhestur, höfðu ekki sinnu á að skoða upp í hann til að sjá að
það voru gamlar og slitnar í honum tennurnar, að þetta var í rauninni
aflóga hross, gamall jálkur, ekki til neinna sigurvinninga.
En svarið hér að framan um að þeir sem seldu af hendi landið bund-
ust með því tengslum við feigðaröflin í heiminum, gefur einmitt sýn
út yfir múrinn gráa sem byrgir íslendingum framtíðina á þessum dög-
um, framtíð þar sem aftur blasi við augum víðátta gróandi lands fram-
undan. Hér er það sem nauðsynlegt er að binda tengslin við sósíalism-
ann, við þá æskukrafta sem hvarvetna sækja fram í heiminum. Stund-
um er hæðzt að þeim sem hafi svo stórt hjarta að það geti rúmað allan
heiminn. ísland er nógu stórt fyrir mig, segja helzt þeir sem rúma
sjálfselskuna eina í brjósti. En enginn daggardropi er heill né glitrar
sem ekki speglar í sér allan heiminn, engin eind lífsins er eigi feli í sér
mynd alls lífs. Sá íslendingur sem skilur heiminn í dag, hin fossandi