Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 63
ÆSKAN í DAG
53
öfl æskunnar í hraðri framrás, missir ekki kjarkinn þó að hann um
skeið standi upp við múr bandarískrar herstöðvar á Islandi. Þegar á
heiminn er litið blasir við framundan skærri framtíð en áður í sögu
mannkyns. Þeir æskumenn, hinir róttæku er lagt hafa æsku sína við
æsku heimsins, munu ryðja sér og þjóðinni brautina fram. Víst hefur
verið brennt ofan af okkur það hús er við reistum. Víst stöndum við
uppi við gráan múr. En því fylgir að hin róttæka æska sem nú er, að
þið, ungu stúdentar sem viljið starfa undir merkjum verklýðshreyfing-
arinnar, eigið göfugra, meira verkefni en nokkur kynslóð hefur áður
átt á íslandi, það verkefni að brjóta niður múrinn, að hreinsa burt af
Islandi herstöðvar hins hrynjandi valds, að reisa aftur hús frelsisins
af grunni. Og þið reisið það á nýjum æskugrunni þess sósíalisma sem
fer sigrandi um heiminn.
Ég skilgreindi svo áður hamingju æskunnar að hún væri í því fólgin
að finna öflin í eigin brjósti og eiga lífið allt framundan með óþrot-
legum verkefnum. Og sem ég stend hér með minn háa aldur fullvissa
ég ykkur að eftir þeirri skilgreiningu hef ég aldrei verið yngri en nú,
því að ég hef aldrei séð heiminn, veginn framundan víðari né bjartari,
né jafnmörg og mikil verkefni óleyst, og því er hugur minn fagnandi
sem á þeim degi er ég fann mig í fyrsta sinn nýbakaðan stúdent frjáls-
an mann. Það frelsi hef ég varðveitt sem sjáaldur auga míns. Og ég vil
gefa ykkur eitt ráð: gangið aldrei á jötuna. Haldið lifandi, óslitnum
tengslum við æskuöfl heimsins, og ykkar æska mun verða langlíf og
mikil, og ykkar sigur. Ég óska ykkur til hamingju.