Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 77
AFBROT UNGLINGA — ORSAKIR OG MEÐFERÐ 67 með því að athuga börn slíkxa foreldra, sem ættleidd hafa verið eða komið ungum í fóstur á heimili þar sem annað siðgæðisviðhorf er ríkjandi. Þau lenda ekki oftar í afbrotum en börn almennt. Húsnæðisleysi getur oft stuðlað að afbrotum unglinga. Þegar barn- margar fjölskyldur búa í mjög þröngu húsnæði, neyðast börn og ung- lingar til að halda sig sem mest utan heimilisins. Við það losna tengsl þeirra við heimilið, þau hafa fá holl verkefni að fást við á götum úti, eftirlit og leiðsögn foreldranna fer í handaskolum, og þau lenda í vafa- sömum félagsskap. Einnig eru til heimili, sem hafa sams konar áhrif á börnin, þótt húsrými sé mikið. Þar er mikið að finna af fínum hús- gögnum og skrautmunum, en börnunum er hvergi ætlaður staður. Þau gætu eyðilagt þessa dýru muni. Þau verða því að finna sér verkefni utan heimilisins. Þessi síðastnefnda tegund heimila er þó ekki algeng hér á landi. Þá er það margsannað, að börn, sem alast upp með aðeins öðru for- eldra sinna, verða tiltölulega oft afbrotabörn. Börnum, sem alast upp hjá öðru foreldri, má skipta í þrjá flokka: börn þeirra foreldra, sem hafa skilið samvistum, óskilgetin börn, sem alast upp hjá móðurinni einni, og börn ekkna eða ekkla. Rannsóknir hafa og leitt í Ijós, að afbrotabörn eru jafnan tiltölulega flest í fyrsta flokknum, þ. e. a. s. börn þeirra foreldra, sem hafa skilið samvistum. Afbrotabörn meðal óskilgetinna barna einstæðings mæðra eru hlutfallslega færri. Fæst eru þau í þriðja flokkinum, það er meðal barna ekkna og ekkla, en þó eru þau hlutfallslega fleiri en afbrotabörn meðal þeirra barna, sem al- ast upp á reglulegum heimilum með báðum foreldrum. Af þessu má draga a. m. k. tvær ályktanir. Sú staðreynd, að ekkjur og ekklar eiga tiltölulega fleiri afbrotabörn en hjón, sem bjuggu saman, bendir til þess, að það eitt að alast upp hjá öðru foreldri í stað beggja stuðli að afbrota- hneigð. Sú staðreynd, að foreldrar, sem höfðu skilið, áttu tiltölulega fleiri afbrotabörn en ekkjur og ekklar, bendir hins vegar til þess, að ósamlyndi foreldra geti leitt börn út í afbrot. Við höfum sýnt fram á, að sundruð heimili stuðla að því að auka afbrotahneigð, en þess er einnig að gæta, að heimili getur verið sundr- að sálfræðilega séð, þótt það sé það ekki að ytra formi. Hér er átt við heimili þar sem samkomulag foreldra er mjög slæmt, foreldrar eru mjög ósamtaka við uppeldi barnsins, hafa dulda eða jafnvel meðvitaða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.