Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Qupperneq 87
í VÍN SÁ ÉG FRIÐINN
77
sem boðnir voru til ráðstefnunnar, var hvorki áhangandi Kommúnista-
flokksins né Friðarhreyfingarinnar, varð að „gagnsmækka" (atomiser)
hina nýju gesti.
Til þess voru margar aðferðir:
1) Neita hreinlega tilveru þeirra.
Menn segja, að þeir séu til, en þeir eru ekki til.
2) Ráðast beint á þá:
Annaðhvort eru það einfeldningar, notaðir af kommúnistum, sem
verða látnir tala nógu mikið til að fólk trúi á sjálfstæði ráðstefnunnar,
eða það eru vondir menn, sem halda að þeir hafi eitthvað upp úr því
eða eru reknir áfram af ótta.
Til dæmis skrifar Penchenier í „Le Monde“: Herra Sartre, sem trúir
því eða þykist trúa því, að það sé aðeins lítill hluti af fulltrúunum
kommúnistar .. .
Þarna sjáið þið. Ég á völina.
Annaðhvort trúi ég því og er einfeldningur,
eða ég þykist trúa því og er fúlmenni.
3) Gera lítið úr þeim.
Þið segið við blaðamann hægrisinnaðan: Þarna kom fram urmull
ólíkra skoðana. Hann brosir.
Þið segið Jú! Þarna voru róttækir.
Hann brosir og ypptir öxlum.
Vitaskuld, róttæk handbendi.
Þarna voru sósíalistar frá S.F.I.O.
Hann rekur upp hæðnishlátur
Það eru alltaf sósíalistar meðal slíkra garpa.
Þarna voru prestar.
Já, já. Og vitanlega erkibiskupinn í Kantaraborg.
Hversvegna vitanlega? Vegna þess, sjáið til, að það liggur ekki sér-
staklega í augum uppi fyrir mér, að enskur erkibiskup sé í Vín á ráð-
stefnu þjóða. En, þið skiljið, hann hafði verið í Varsjá. Þessvegna:
vitanlega.
Róttækir eru ekki lengur róttækir.
Sósíalistar eru ekki lengur sósíalistar.
Erkibiskupar eru ekki lengur erkibiskupar.
Sjáum til: Þeir smækkuðu Friðarhreyfinguna á Varsjárráðstefnunni