Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 95
í VÍN SÁ ÉG FRIÐINN 85 En þegar frú Píaggio hafði lokið ræðu sinni, reis þingheimur úr sæt- um og klappaði langa stund. Allir klöppuðu, einnig Kínverjarnir og ráðstjórnarfulltrúarnir. Voru þeir sammála henni? Engan veginn í meginatriðum. En þeir kunnu því vel, hve hreinskilnislega hún hafði látið í ljós efasemdir sínar og einkum glöddust þeir af því að þetta at- vik sýndi fólki, að umræðurnar voru algerlega frjálsar. Þið vitið að margir aðrir fulltrúar báru fram svipaðar spurningar. Ég fullvissa ykk- ur um að það undraði engan. Menn fundu, að þeir voru algerlega frjálsir, og þeim datt aldrei í hug að það þyrfti neitt hugrekki til að varpa fram þessari eða hinni spurningunni á þinginu. Þeir, sem töluðu, jafnvel þótt þeir hefðu aðrar skoðanir en við, jafnvel þótt þeir væru gandísinnar, þá voru þeir alltaf við, alltaf við. Og eins og þið sjáið : „atvikið“ fræga, „æsingin“, átti sér stað meðal afturhaldsblaðanna okkar. Það voru rógberar okkar, sem höggið hitti. Það voru þeir, sem voru furðu slegnir, því að um síðir komast menn að lygum þeirra. Einn af þessum lygamörðum, sem voru svo slungnir og lífsreyndir og létu ekki gabba sig, varð miður sín og skrifaði að lokum í blað sitt, að þingið hefði verið „allfrábært“. „Frábært“ hefði ég nú látið nægja að segja, því að það sem ég sá í Vín í þessari miklu byggingu, sem var fóðruð bláu veggfóðri, það var ekki einungis ráðstefna, það var friðurinn. Við höfum ekki aðeins gert ríkisstjórnum okkar kunnugt um friðarvilja okkar, við höfum skapað friðiim. Við höfum framkvæmt einstaka tilraun um vináttu meðal mannanna. Víetnambúar og Frakkar, Kínverjar og Ameríku- menn áttu þess kost að hittast, tala saman, brosa hverjir til annarra, án þess að svíkja þjóðir sínar, án þess að gleyma þeim stríðum, sem háð eru eða þrengingum þjóðanna. Ef vonin var til staðar í Vínarborg, þá er það vegna þess, að við sáum í einu vetfangi, hvað friðurinn gat ver- ið en hefur aldrei verið: samlyndi — samhljómun. En að vísu er það allmikil áreynsla fyrir heimslegan fréttaritara „all- frábæran“. Ég veit ekki, hvort þið hafið tekið eftir því, en upp frá þessu voru greinar um Friðarþingið í Vín æ sjaldgæfari í blöðunum. Eitthvað hafði breytzt!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.