Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 103
ÞJÓÐÍR OG' TUNGUMÁL
93
um skeið, kunna efri stéttirnar eitthvert indóevrópskt mál, svo að hægt
er að bjarga sér á þeim í viðskiptum við yfirvöldin víðar en í löndum,
þar sem þau eru daglegt mál.
Sameiginleg sérkenni hafa indóevrópsk mál fjölmörg, og þeim hef-
ur verið skipt í flokka eftir ýmsunr sérkennum. Rétt mun vera að
minnast hér á eina slíka skiptingu, en það er skiptingin í kentum-mál
og satem-mál. Sú skipting er handhæg, þar sem hún sýnir afstöðu
hljóðkerfa hvors málahóps fyrir sig til hins flokksins. Indóevrópskir
málfræðingar telja, að ákveðinn hópur frumindóevrópskra gómhljóða
hafi í kentum-málum þróazt í venjulegt k og stundum í h, en í satem-
inálunum í sérstakt s-hljóð. Nöfnin eru dregin af því, hvernig orðið
hundrað er í málunum. í kentum-málunum byrjar það á Ic eða h, sbr.
ísl. og önnur germönsk mál, sem teljast þá til kentum-málanna, en í
satem-málunum byrjar orðið hundrað á einhverju 5-hljóði. Kentum-
málin eru flest indóevrópsku málin í Evrópu nema baltnesku og slafn-
esku málin, sem teljast til satem-málanna eins og indóevrópsku málin
í Asíu.
III
Germanskar tungur
Hér er ekki rúm til að rekja, svo sem vert væri, byggingu og skyld-
leika þeirra tungna, sem íslenzkunni eru skyldastar. Þar er færeyskan
náskyldust, en hún er ásamt hinum Norðurlandamálunum, að undan-
tekinni finnsku, sú grein á stofni germanskra tungna, sem nefnd er
norræn mál einu nafni. Þau skiptast í tvennt, austnorræn og vestnorræn
mál, sem um ýmis atriði eru ólík, en eiga þó fleira sameiginlegt. Aust-
norræn mál eru sænska og danska, en vestnorræn eru norska, færeyska
og íslenzka auk hinnar fornu hjaltlenzku, sem töluð var á Hjaltlands-
eyjum meðal afkomenda hinna fornu norrænu innflytjenda, víkinga og
annarra, og nefnd er norn, en það er samandregið úr orðinu norrœna.
Að fornu var töluð ein og sama tunga meðal norrænna manna allra,
sennilega með mállýzkumun nokkrum. Síðan þróaðist hún mjög mis-
jafnt eftir löndum og aðstæðum, varð m. a. fvrir ýmsum erlendum
áhrifum, unz hana er nú að finna minnst breytta að sumu leyti í nú-
tímaíslenzku, en að sumu leyti í færeysku. Helztu breytingarnar til nú-