Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 120
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR myndar sem gerir þau að varanlegri list. Hann hugsar ekki affeins efnið áður en hann setur það fram heldur lætur streyma að úr huldum lindum lands og þjóðar, sögu og tungu þann kraft sem gefur hverju orði, hverri mynd hljóm og lit svo að kviknar á greinum og tendrast glaðar sólir. Hann varast að láta ljóð sín renna í farvegi annarra, leitar þeim að eigin formi og hefur þar jöfnum höndum hlið- sjón af nýtízku aðferðum og háttum fornkvæða, vill hvorki brjóta um of erfða- venjuna né vera bundinn af henni. Þessar nýju formmyndanir í Ijóðum Snorra finnst ýmsum gera kvæðin þung og óaðgengileg, jafnvel draga úr ferskleika þeirra, til að mynda Á Gnitaheiði vera hreint brot á ljóðhrynjandi yfirleitt. Skáldið sér hins vegar þörf til að hrinda við lesendum, vekja þá til íhugunar, fá þá til að hrökkva af svefni vanans. Ekki öll kvæðin í bókinni eru þeirrar listar að Snorri hefði ekki getað gert betur. Vafasamt er einnig að nokkurt þeirra jafnist til fulls á við beztu ljóðin í Kvæðum, í Úlfdölum og Það kallar þrá. Þó er samanburður hættulegur og þessi bók lýsir í heild fyllri þroska; er sterkt blys á myrkum þjóðar vegi. En Snorri er það skáld, honum búa þeir hæfileikar í brjósti, að til hans eru gerðar hæstu kröfur. Hann á til meira afl en hann sýnir. Hann getur gefið kvæðum sínum enn sterkari loga, enn skærara líf. Kr. E. A. Kristján Bender: Undir Skuggabjörgum. Sögur. Heimskringla, Rvk., MCMLII. Þab var anzi hressilegur blær yfir fyrstu bók Kristjáns Benders, smásagnasafninu „Lifendur og dauðir“, og hún spáði ýmsu góðu um framtíð höfundarins. Nú hefur hann sent frá sér annað smásagna- safn, „Undir Skuggabjörgum", tíu sög- ur, flestar eða allar nýrri en þær sem birtust í fyrri bókinni. Við samanburð er ekki um mikla breytingu að ræða, á hvorugan veginn; hann er ennþá efni- legur, yfirleitt skemmtilegur aflestrar og auðsjáanlega hugmyndasnjall. Sög- urnar eru þó ekki ýkja rismiklar, og höf- undur á enn nokkuð langt í land hvað snertir fágun og nákvæmni. Hann er yf- irleitt á valdi frásagnargleði sinnar á kostnað hins listræna. En ástæðulaust er að setja það fyrir sig um of að svo stöddu. Eftir lestur sagnanna dylst manni ekki, að höfundurinn er líklegur til að gera góða hluti á sínu sviði með aukn- um þroska, þekkingu og ögun. En ef ég mætti benda á einhverja sérstaka sögu í bók þessari, er gæfi til kynna þá hlið höfundarins, sem sennilega er sterkust, yrði „Dekurbarn" tvímælalaust fyrir val- inu, þrátt fyrir ýmsa annmarka. I ókost- um hennar koma einnig fram hinar betri hliðar höfundarins, þótt ótrúlegt kunni að virðast. Hugkvæmnin, sem stundum leiðir hann í gönur, er í rauninni það, sem hann mun öðru fremur geta treyst á, þegar hann nær listrænni tökum á henni. Og einmitt andi þeirrar sögu, skemmtileg hæðni, ásamt hugmynda- fluginu, virðist mér vera aðall Benders sem höfundar — miklu fremur en við- kvæmni sú, sem hann kemur fram með á stundum. Annars er ég ekki frá því, eftir lestur beggja bókanna, að höfund- urinn sé fullt eins vel fallinn til skáld-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.