Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 5
Um stóriðjumálið
að þær tölur, sem ég hefi nefnt sem áætlun um vöxt þriggja höfuðatvinnu-
greinanna á næstu árum séu allar í hærra lagi. Ef við samt sem áður göngum
út frá þessum tölum, þ. e. a. s. 3% vexti á ári í landbúnaði, 4.5% í sjávarút-
vegi og 5% í iðnaðarframleiðslu fyrir innlendan markað, og ef ekki kemur
til skjalanna ný og þýðingarmikil starfsemi á öðrum sviðum, getur vöxtur
þjóðarlramleiðslunnar í lieild ekki orðið tneiri en rúmlega 4% á ári.“ (Auð-
kennt af mér. H. H.)
Á ráðstefnunni tók dr. Jóhannes Nordal í sama strenginn og Jónas Haralz
og gerði hans orð að sínum.
Hver hefur svo reyndin orðið hvað snertir vöxt þjóðarframleiðslunnar?
I Fjármálatíðindum (jan.—júní 1964) segir að þjóðarframleiðslan hafi
vaxið mjög mikið á árunuin 1962 og 1963. Magnaukningin hafi numið um
8% fyrra árið en um 7% síðara árið. Sé hinsvegar reiknað með breytingum
á viðskiptakjörum í utanríkisviðskiptunum komi fram ineiri aukning þjóðar-
teknanna á föstu verðlagi, en þær eru að sjálfsögðu mælikvarði fyrir nota-
gildi þjóðarframleiðslunnar. Aukning þjóðarteknanna hafi verið um 8.5%
á árinu 1962 og um 7.5% á árinu 1963.
Á s.l. ári (1964) varð aukningin enn meiri. Endanlegar tölur liggja að
vísu ekki fyrir, en vitað er að aflamagnið, sem innbyrt var, hefur aldrei verið
meira á einu ári og ennfremur að viðskiptakj ör okkar í utanríkisviðskiptum
voru okkur mjög hagstæð þar eð verð á ýmsum útflutningsvörum okkar
hækkaði mjög verulega. Ekki er ósennilegt, að aukning þjóðarteknanna hafi
á s.l. ári numið um 10%.
Vöxtur þjóðarframleiðslunnar á undanförnum þrem árum sýnir því ljós-
lega að það sem þeir Jónas Haralz og dr. Jóhannes Nordal sögðu árið 1962
voru staðlausar áætlanir.
Það skal viðurkennt, að árferðið þessi þrjú ár hefur verið óvenjulega
gott. En framleiðsluaukningin byggist ekki eingöngu á góðu árferði. Heldur
kemur þar og til greina — og ekki síður — að uppbygging fiskveiðiflotans
hefur á síðustu árum verið mjög hröð og ný fiskveiðitækni komið til sög-
unnar.
Hafa verður í huga annað ákaflega þýðingarmikið atriði í þessu sam-
bandi, en það er að aukning þjóðarteknanna á sér stað án þess að um teljandi
framfarir hafi verið að ræða í nýtingu þess afla, sem á land hefur komið.
Vík ég að þessu atriði síðar.
Með öðrum orðum: Okkur íslendingum er ekki nauðugur kostur að stuðla
að alúmínvinnslu erlendra aðila hér á landi vegna þess að vöxtur þjóðar-
307