Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 19
Vietnam-manna, þar til þjóðarat-
kvæðagreiðslan hefði farið fram. En
á meðan áttu að fara fram samningar
um alþjóðlega stöðu Indókína (inn-
an Franska ríkjasambandsins).
Ekki var blekið fyrr þornað á
samningum Frakka og Vietnam-
manna en æðstu hershöfðingjar
Frakka í nýlendunni gáfu út fyrir-
mæli sem höfðu þann óvefengjanlega
tilgang að brjóta á bak aftur alla
andstöðu Vietnams, tryggja að fullu
hernaðarleg og stjórnmálaleg völd
Frakka á nýjan leik og grafa gersam-
lega undan samkomulaginu um
„frjálst ríki“. Samkvæmt þessum fyr-
irmælum áttu þær frönsku hersveitir
sem tóku við af Kínverjum að undir-
búa og framkvæma „áætlanir ... til
þess að breyta hreinum hernaðarað-
gerðum í valdatöku“. Jafnframt átti
leynilögreglan að koma upp sveitum
sérfræðinga í því skyni að hafa upp
á „öllum forustumönnum“ hinna
ýmsu flokka í ríkisstjórninni og búa
sig undir „að gera þessa forustumenn
óvirka í kyrrþey þegar er herstjórnin
telur það hagkvæmt . ..“.
Þannig voru viðhorf þeirra manna
sem leiddu ófarnaðinn yfir Frakka í
Indókína. Sumir þeirra luku ferli sín-
um í örvæntingaræði 1962 sem for-
ustumenn leynihers er hafði það göf-
uga hlutverk að „gera óvirka í kyrr-
þey“ ekki aðeins óvopnaða innborna
menn heldur franskar húsmæður með
börn í fangi — sem myrtar voru á
Stríð og jriður í Vietnam
götum Alsírs og Órans. Nazistar voru
víðar en í Þýzkalandi.
Frönskum hersveitum var hleypt á
friðsamlegan hátt inn í norðurhluta
landsins, en vopnaviðskiptum í suð-
urhlutanum slotaði aldrei. í maí ’46,
daginn eftir að Ho Chi Minh og
sendinefnd Vietnams fóru til Parísar
til þess að semja um fyrirkomulag á
kosningum og samskiptum innan
bandalagsins, lýstu Frakkar í Saigon
yfir myndun sérstakrar ríkisstjórnar
í suðurhlutanum. í ágúst kölluðu
Frakkar saman „ráðstefnu ríkjasam-
bandsins“ með völdum fulltrúum sem
engin tengsl höfðu við hið „frjálsa
ríki“ og komu á laggirnar leppstjórn
fyrir landið allt. I Haiphong tók
franski herinn í sínar hendur hafnir
og tollamál án nokkurra samninga.
Víða kom til átaka þegar Frakkar
„komu á reglu“ með handtökum,
valdráni á einstökum stöðum og með
því að afvopna lögreglu heimamanna.
Þrátt fyrir samninga þá sem Ho
Chi Minh undirritaði í París og
mæltu fyrir um vopnahlé og tryggðu
Vietnam-mönnum „mannréttindi“,
var egnt til átaka sem hvarvetna voru
notuð sem átylla fyrir handtökum og
enn frekari hernaðaraðgerðum
Frakka. Takmörkun frönsku herjanna
við 15.000 manns var fljótlega að
engu höfð; sveitir úr flugher, flota
og landher urðu fljótt tvöfalt og þre-
falt fjölmennari. í desember tóku
Frakkar Haiphong, sem var friðuð
21 TMM
321