Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 59
Lao She
Hálfmámim
i
Vissulega, enn einu sinni horfði ég á mánann, gullna sigð sveipaða köldu
skini. Hversu oft hafði ég horft á þennan sama mána, hversu oft? Hann
vakti með mér sundurleitar hræringar, brá upp allskyns myndum. Og sem ég
sat og gat ekki slitið af honum augun, óð hann aftur og aftur fram á bláskýj-
aðan himin endurminninga minna. Hann laðaði fram endurminningar mín-
ar. líkt og kvöldgolan blæs úr blöðum svefnhöfugs blóms.
II
Einkar kaldur hafði hann verið fyrsta skiptið sem ég minntist hans! Kvala-
beiskur í fyrsta skýi endurminninganna, fölur, gullinn tunglsgeisli, sem skein
gegnum tár mín. Ég var nýorðin átta ára gömul; lítill stúlkuhnoðri í stuttum,
rauðlituðum, bómullarstoppuðum stakki, með bláa húfu á kolli, sem mamma
hafði saumað mér. Ég man að í kollinum voru smágerðar rósir. Ég hallaðist
upp að dyrastöfunum og virti fyrir mér hálfmánann. Inni var meðalalykt,
reykj arþefur, grátur mömmu og veikindi pabba. Ég stóð einsömul á þrepun-
um að skoða mánann, enginn skipti sér af mér né gaf mér að borða. Ég
skynjaði hryggð hússins, því allir töluðu um veikindi pabba ... en ég fann
enn sárar til minnar eigin sorgar, ég var köld og hungruð, enginn sem virti
mig viðlits. Ég stóð þarna unz hálfmáninn var setztur. Ég átti ekkert, gat
ekkert nema grátið. En mamma bældi niður í mér grátinn. Pabbi gaf ekkert
hljóð frá sér, hvítur dúkur breiddur yfir andlitið. Mig langaði að rífa hann
frá, til að sjá hann en þorði það ekki. Herbergið var aðeins smákytra og hún
var öll lögð undir pabba. Mamma klæddist hvítum klæðum, hvítum serk var
líka steypt yfir rauða stakkinn minn, ég man að brjóstaukinn hafði enn ekki
verið felldur í, því sleit ég viðstöðulaust upp hvíta saumana úr röndunum.
Allir voru önnum kafnir og mikill kliður, gráturinn nístandi, samt var alls
ekki mikið að gera. Það tók því varla að gera svona mikinn hávaða. Pabbi
var Iagður í kistu gerða af fjórum þunnum borðum, það skein alls staðar í
gegnum rifurnar. Seinna komu fimm eða sex menn og báru hana á brott.
Við mamma komum á eftir grátandi. Ég minnist pabba, ég minnist kistunnar.
Þessi kista táknaði endalok lians. í hvert skipti sem mér er hugsað til hans,
361