Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Blaðsíða 66
Tímarit Múls og menningar
matinn. Innan rifja var mér lil skiptis heitt eð'a kalt. svipað og vetrarvindur-
inn, sem lægir andartak en æðir siðan fram enn ofsafengnari en áður. Ég
beið róleg eftir að ofsi minn brytist út, en vissi enga leið til að stöðva hann.
XII
Aður en mér gæfisl tími til að bugsa eitthvert gott ráð, breytlist allt til
bins verra. Mamma spurði mig: „Hvernig gengur það?“ Hún sagði að ég
ætti að hjálpa sér, ef ég raunverulega elskaði hana. Að öðrum kosti gæti
hún ekki lengur annazt mig. Hvernig getur móðir sagt svona orð? En hún
sagði þau engu að síður. Hún sagði skýrt og skorinort: „Ég er farin að
eldast, að tveim árum liðnum vill enginn líta við mér framar, þótt ég byði
mig fram ókeypis.“ Þetta var rétt, mamma var farin að púðra sig mjög
mikið, samt gat hún ekki lengur leynt hrukkunum. Hún gat ekki lengur full-
nægt mörgum karlmönnum. Hún ætlaði að helga sig einum einvörðungu.
Það var maður sem sá um brauðbúð — liann vildi fá hana og hún átti að
fara strax. En ég var þegar orðin fullvaxta stúlka, gat ekki lengur fylgt eftir
burðarstóli mömmu, eins og þegar ég var lítil. Ég varð sjálf að taka ákvörð-
un, hvernig ég ætlaði að sjá mér farborða. Ef ég vildi „hjálpa“ mömmu,
þyrfti hún ekki að stíga þetta skref, ég gæti tekið við af henni að afla tekna.
Ég vildi svo sannarlega afla henni tekna, en mig hryllti við þessari leið.
Hvað vissi ég annars, til að geta selt mig svona eins og miðaldra kerling?
Hjarta mömmu var miskunnarlaust, en peningarnir voru enn miskunnarlaus-
ari. Mamma vildi ekki neyða mig til að velja þessa leið, hún bað mig sjálfa
að velja — annað hvort að „hjálpa1" henni eða við mæðgurnar yrðum að
fara sína leiðina hvor. Engin tár voru í augum mömmu, þau voru löngu
þorrin. Hvað gat ég gert?
XIII
Ég talaði við skólastýruna. Hún var fertug, feitlagin, ekki alltof gáfuð en
hjartahlý. Ég kunni vissulega engin ráð, hvernig hefði ég annars getað sagt
henni að mamma ... Auk þess var ég henni ekki sérlega nákomin. Hvert
orð brenndi mig að innan eins og glóandi kolamolar, ég varð klumsa, þurfti
langan tíma til að tosa upp úr mér orðunum. Skólastýran vildi hjálpa mér.
Hún gat ekki gefið mér neina peninga, aðeins séð mér fyrir tveimur mál-
tíðum daglega og vistarveru — ég átti að búa í skólanum með gamalli starfs-
konu. Hún sagði ég gæti hjálpað við skriftir, en fyrst yrði ég að æfa mig
að skrifa. Tvær máltíðir og vistarvera leysti stærsta vandamálið. Ég þurfti
368